Traust þarf að ávinna sér Skjóðan skrifar 25. mars 2015 12:00 Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér. Alþingi Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira