Konur sameinast um öruggari borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. mars 2015 07:00 Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun