Jafnréttið byrjar heima Dóra Magnúsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 „Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun