Fjárráð gamla fólksins Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun