Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2015 12:00 Ríkisstjórnin afgreiddi þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýjar byggingar á mánudag en þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki enn afgreitt hana þar sem hún er of dýr. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
„Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00