Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2015 12:00 Ríkisstjórnin afgreiddi þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýjar byggingar á mánudag en þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki enn afgreitt hana þar sem hún er of dýr. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
„Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent