Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Sveinn Arnarson skrifar 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur Davíð fór hörðum orðum um erlenda kröfuhafa í ræðu sinni. Sagði hann kröfuhafa með fjölda almannatengla að störfum við skýrslugerðir og sálgreiningu andstæðinga þeirra. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira