Um Ævar Jóhannesson Guðríður Arnardóttir skrifar 16. apríl 2015 07:00 Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun