Sáttmálinn Silja Dögg Einarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun