Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 25. apríl 2015 06:00 Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Þjóðkirkjan Ríkisútvarpið Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun