Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2025 11:30 Við höfum, alltof lengi, setið undir tilefnislausum bölmóði um bakslag í jafnréttismálum. Sömu laun fyrir sömu vinnu er ekki nóg, því konur standa „þriðju vaktina“. Enginn hefur þó reynt að útskýra hvernig verkaskipting á heimilum kemur atvinnurekendum við. Og það er sama hversu hátt hlutfall embætta er skipað konum og hversu greiðan aðgang þær eiga að stjórnunarstöðum, "bakslagið" er viðvarandi og birtist í því að nokkrar hræður segja eitthvað heimskulegt eða hafa bara skoðanir sem fara í taugarnar á femínistum. Á sama tíma og fórnarlambsvæðing kvenna tröllríður samfélaginu stöndum við frammi fyrir raunverulegu og kerfislægu kynjamisrétti sem hefur litla athygli fengið í umræðunni. Ástæðurnar fyrir áhugaleysinu eru sjálfsagt margar en augljóslega hefur það áhrif að konur eru alveg jafn miklir eiginhagsmunaseggir og karlar. Kannski er þó stærri áhrifaþáttur að margir karlmenn sýna sömu merki ótta og ósjálfstæðis og konur sem hafa búið við langvarandi ofbeldi. Konur lemja karlmenn venjulega ekki, allavega ekki þannig að sjái á þeim, en sú hugmyndafræði að konan sé þolandi og karlinn gerandi er miskunnarlaust notuð til að berja á karlmönnum; niðurlægja þá, kúga þá til hlýðni og draga upp mynd af veröld þar sem karlar vaða áfram með ofbeldi og yfirgangi; mynd sem á sér litla stoð í veruleikanum. Kerfið tekur lítið mið af samfélagsbreytingum Fyrir 50 árum var algengast að ef foreldrar bjuggu ekki saman fylgdu börnin móður. Faðirinn varð "helgarpabbi" en algengt var að börnin dveldu hjá föður aðra hverja helgi. Á þeim tíma þótti ekki nauðsynlegt að helgarpabbinn ætti heimili þar sem gert væri ráð fyrir búsetu barns. Það þótti viðunanlegt að barnið svæfi í stofunni eða á dýnu á gólfinu aðra hverja helgi. Á þeim tíma var það foreldrið sem fór með lögheimili barnanna sem var í reynd ábyrgt fyrir því að búa þeim sómasamlegt heimili, fæða þau og klæða. Barnsmeðlög voru greidd til að mæta hluta þess kostnaðar. Þessar forsendur eru breyttar. Ég hef ekki fundið rannsókn á því hversu hátt hlutfall barna einstæðra foreldra er í jafnri umgengni við foreldra. Það er þó greinilega orðið algengt þegar foreldrar eiga sæmilega friðsamleg samskipti og búa í sama skólahverfi og allt stefnir í að normið verði jöfn umgengni. Þótt nú sé orðið algengt að börn eigi sannarlega tvö heimili og séu í fæði hjá "umgengnisforeldri" aðra hverja viku, hafa reglur um það hvernig framfærsluskyldu skuli fullnægt ekki verið lagaðar að þeim veruleika. Algengast er að faðir sem ekki fer með lögheimili en er með börnin aðra hverja viku, greiði samt sem áður fullt meðlag með þeim. Og oft töluvert meira. Framfærsluskyldan lendir öll á meðlagsgreiðanda Að því gefnu að barnalífeyrir endurspegli helmingskostnað við framfærslu barns merkir þetta að faðir sem er með börnin hjá sér aðra hverja viku, sér einn um framfærslu þeirra. Einfalt barnsmeðlag er nú kr. 48.131 á mánuði. Samkvæmt því kostar framfærsla barns kr. 96.262 mánaðarlega. Faðirinn er með barnið 15 daga í mánuði og það kostar hann þá samkvæmt útreikningum ríkisvaldsins kr. 48.131 mánaðarlega. Auk þess greiðir hann sömu fjárhæð til framfærslu barnsins á heimili móður. Nú er einfalt meðlag miðað við lágmarksframfærslu og áreiðanlega algengt að framfærsla barns sé töluvert kostnaðarsamari. Það breytir þó engu um það að ríkisvaldið hefur komið því svo fyrir að þegar börn eru í jafnri umgengni við foreldra, ber meðlagsgreiðandinn mun hærri hluta framfærslunnar en meðlagsþeginn. Þegar meðlag er tvöfalt eða meira þá dekkar það jafnan tölvert meira en helming framfærslunnar. Með því sleppur meðlagsþeginn í raun undan skyldu sinni til að sjá fyrir barninu. Engin lög kveða þó á um að annað foreldrið eigi að bera allan kostnað af framfærslu barnsins. Þvert á móti segir í barnalögum: Ef barn á fasta búsetu hjá öðru foreldra sinna ber hinu foreldrinu skylda til að taka þátt í framfærslu barnsins með greiðslu kostnaðar við framfærsluna eða með greiðslu meðlags. [Leturbreyting EH] Auk meðlags á aðeins lögheimilisforeldri svo rétt á barnabótum og mæðra/feðralaunum sem skekkir stöðuna enn frekar. Lögum um skipta búsetu var, allavega í orði, ætlað að bjóða upp á möguleikann á jafnri framfærslu. Þau lög hafa þó venjulega ekki þau áhrif eins og ég skrifaði um hér. Forréttindakarlar? Af hverju sætta meðlagsgreiðendur sig við þetta? Félag um foreldrajafnrétti hefur, af mikilli kurteisi, reynt að vekja athygli á stöðu meðlagsgreiðenda en ég hef ekki orðið vör við kröfugöngur, mótmælasamkomur eða fjölmiðlaherferðir þar sem karlar krefjast jafnréttis að þessu leyti. Nýlega hitti ég nokkra hvíta, ófatlaða, miðaldra karlmenn sem eru síður en svo sáttir við að vera með barnsmæður sínar á framfæri þrátt fyrir að búa ekki með þeim. Þegar ég spurði þá hversvegna meðlagsgreiðendur hefðu ekki skipulagt beinar mótmælaaðgerðir muldruðu þeir eitthvað um að karlmenn, sem á annað borð séu sómamenn, hafi það ekki í sér að rísa gegn barnsmæðrum sínum, slíkt sé bara fyrir ribbalda. Þegar ég benti á að slík mótmæli myndu beinast gegn ríkisvaldinu en ekki meðlagsþegum, nefndu þeir sem skýringu að karla skorti samtakamátt. Þegar ég benti á að karlar hefðu t.d. leitt verkalýðsbaráttuna í upphafi 20. aldar og beinar aðgerðir í mannréttindabaráttu blökkumanna (nei, ég er ekki að gera lítið úr Rosu Parks — æ, greyið þegiðu) kom loks trúverðug skýring. Baráttumenn fortíðar tilheyrðu ekki forréttindahópi eins og íslenskir meðlagsgreiðendur. Ef íslenskir feður færu að krefjast réttinda með látum, þá yrði það bara talin frekja. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þessir píkubörðu menn eru svo bugaðir af forréttinda-möntrunni að þeir kikna í hnjánum við tilhugsunina um að setja fram kröfur. En kæru feður, ef þið viljið breytingar þá verðið þið að taka þennan slag. Og ef út í það er farið þótti það ekki kvenlegt fyrir 120 árum að krefjast kosningaréttar með því að kveikja elda og baula á lögguna. En það gerðu konur nú samt og létu sig hafa það að vera álitnar frekjur. Kannski ættuð þið frekar að hlusta á súffragettur en íslenska fórnarlambsfemínista, sem munu hvort sem er ekki segja neitt jákvætt um ykkur. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Fjölskyldumál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum, alltof lengi, setið undir tilefnislausum bölmóði um bakslag í jafnréttismálum. Sömu laun fyrir sömu vinnu er ekki nóg, því konur standa „þriðju vaktina“. Enginn hefur þó reynt að útskýra hvernig verkaskipting á heimilum kemur atvinnurekendum við. Og það er sama hversu hátt hlutfall embætta er skipað konum og hversu greiðan aðgang þær eiga að stjórnunarstöðum, "bakslagið" er viðvarandi og birtist í því að nokkrar hræður segja eitthvað heimskulegt eða hafa bara skoðanir sem fara í taugarnar á femínistum. Á sama tíma og fórnarlambsvæðing kvenna tröllríður samfélaginu stöndum við frammi fyrir raunverulegu og kerfislægu kynjamisrétti sem hefur litla athygli fengið í umræðunni. Ástæðurnar fyrir áhugaleysinu eru sjálfsagt margar en augljóslega hefur það áhrif að konur eru alveg jafn miklir eiginhagsmunaseggir og karlar. Kannski er þó stærri áhrifaþáttur að margir karlmenn sýna sömu merki ótta og ósjálfstæðis og konur sem hafa búið við langvarandi ofbeldi. Konur lemja karlmenn venjulega ekki, allavega ekki þannig að sjái á þeim, en sú hugmyndafræði að konan sé þolandi og karlinn gerandi er miskunnarlaust notuð til að berja á karlmönnum; niðurlægja þá, kúga þá til hlýðni og draga upp mynd af veröld þar sem karlar vaða áfram með ofbeldi og yfirgangi; mynd sem á sér litla stoð í veruleikanum. Kerfið tekur lítið mið af samfélagsbreytingum Fyrir 50 árum var algengast að ef foreldrar bjuggu ekki saman fylgdu börnin móður. Faðirinn varð "helgarpabbi" en algengt var að börnin dveldu hjá föður aðra hverja helgi. Á þeim tíma þótti ekki nauðsynlegt að helgarpabbinn ætti heimili þar sem gert væri ráð fyrir búsetu barns. Það þótti viðunanlegt að barnið svæfi í stofunni eða á dýnu á gólfinu aðra hverja helgi. Á þeim tíma var það foreldrið sem fór með lögheimili barnanna sem var í reynd ábyrgt fyrir því að búa þeim sómasamlegt heimili, fæða þau og klæða. Barnsmeðlög voru greidd til að mæta hluta þess kostnaðar. Þessar forsendur eru breyttar. Ég hef ekki fundið rannsókn á því hversu hátt hlutfall barna einstæðra foreldra er í jafnri umgengni við foreldra. Það er þó greinilega orðið algengt þegar foreldrar eiga sæmilega friðsamleg samskipti og búa í sama skólahverfi og allt stefnir í að normið verði jöfn umgengni. Þótt nú sé orðið algengt að börn eigi sannarlega tvö heimili og séu í fæði hjá "umgengnisforeldri" aðra hverja viku, hafa reglur um það hvernig framfærsluskyldu skuli fullnægt ekki verið lagaðar að þeim veruleika. Algengast er að faðir sem ekki fer með lögheimili en er með börnin aðra hverja viku, greiði samt sem áður fullt meðlag með þeim. Og oft töluvert meira. Framfærsluskyldan lendir öll á meðlagsgreiðanda Að því gefnu að barnalífeyrir endurspegli helmingskostnað við framfærslu barns merkir þetta að faðir sem er með börnin hjá sér aðra hverja viku, sér einn um framfærslu þeirra. Einfalt barnsmeðlag er nú kr. 48.131 á mánuði. Samkvæmt því kostar framfærsla barns kr. 96.262 mánaðarlega. Faðirinn er með barnið 15 daga í mánuði og það kostar hann þá samkvæmt útreikningum ríkisvaldsins kr. 48.131 mánaðarlega. Auk þess greiðir hann sömu fjárhæð til framfærslu barnsins á heimili móður. Nú er einfalt meðlag miðað við lágmarksframfærslu og áreiðanlega algengt að framfærsla barns sé töluvert kostnaðarsamari. Það breytir þó engu um það að ríkisvaldið hefur komið því svo fyrir að þegar börn eru í jafnri umgengni við foreldra, ber meðlagsgreiðandinn mun hærri hluta framfærslunnar en meðlagsþeginn. Þegar meðlag er tvöfalt eða meira þá dekkar það jafnan tölvert meira en helming framfærslunnar. Með því sleppur meðlagsþeginn í raun undan skyldu sinni til að sjá fyrir barninu. Engin lög kveða þó á um að annað foreldrið eigi að bera allan kostnað af framfærslu barnsins. Þvert á móti segir í barnalögum: Ef barn á fasta búsetu hjá öðru foreldra sinna ber hinu foreldrinu skylda til að taka þátt í framfærslu barnsins með greiðslu kostnaðar við framfærsluna eða með greiðslu meðlags. [Leturbreyting EH] Auk meðlags á aðeins lögheimilisforeldri svo rétt á barnabótum og mæðra/feðralaunum sem skekkir stöðuna enn frekar. Lögum um skipta búsetu var, allavega í orði, ætlað að bjóða upp á möguleikann á jafnri framfærslu. Þau lög hafa þó venjulega ekki þau áhrif eins og ég skrifaði um hér. Forréttindakarlar? Af hverju sætta meðlagsgreiðendur sig við þetta? Félag um foreldrajafnrétti hefur, af mikilli kurteisi, reynt að vekja athygli á stöðu meðlagsgreiðenda en ég hef ekki orðið vör við kröfugöngur, mótmælasamkomur eða fjölmiðlaherferðir þar sem karlar krefjast jafnréttis að þessu leyti. Nýlega hitti ég nokkra hvíta, ófatlaða, miðaldra karlmenn sem eru síður en svo sáttir við að vera með barnsmæður sínar á framfæri þrátt fyrir að búa ekki með þeim. Þegar ég spurði þá hversvegna meðlagsgreiðendur hefðu ekki skipulagt beinar mótmælaaðgerðir muldruðu þeir eitthvað um að karlmenn, sem á annað borð séu sómamenn, hafi það ekki í sér að rísa gegn barnsmæðrum sínum, slíkt sé bara fyrir ribbalda. Þegar ég benti á að slík mótmæli myndu beinast gegn ríkisvaldinu en ekki meðlagsþegum, nefndu þeir sem skýringu að karla skorti samtakamátt. Þegar ég benti á að karlar hefðu t.d. leitt verkalýðsbaráttuna í upphafi 20. aldar og beinar aðgerðir í mannréttindabaráttu blökkumanna (nei, ég er ekki að gera lítið úr Rosu Parks — æ, greyið þegiðu) kom loks trúverðug skýring. Baráttumenn fortíðar tilheyrðu ekki forréttindahópi eins og íslenskir meðlagsgreiðendur. Ef íslenskir feður færu að krefjast réttinda með látum, þá yrði það bara talin frekja. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þessir píkubörðu menn eru svo bugaðir af forréttinda-möntrunni að þeir kikna í hnjánum við tilhugsunina um að setja fram kröfur. En kæru feður, ef þið viljið breytingar þá verðið þið að taka þennan slag. Og ef út í það er farið þótti það ekki kvenlegt fyrir 120 árum að krefjast kosningaréttar með því að kveikja elda og baula á lögguna. En það gerðu konur nú samt og létu sig hafa það að vera álitnar frekjur. Kannski ættuð þið frekar að hlusta á súffragettur en íslenska fórnarlambsfemínista, sem munu hvort sem er ekki segja neitt jákvætt um ykkur. Höfundur er lögmaður.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun