Handbolti

Alexander: Ég get ekkert æft

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander fylgdist með af hliðarlínunni á æfingunni í gær.
Alexander fylgdist með af hliðarlínunni á æfingunni í gær. vísir/vilhelm
„Staðan er ekki góð á mér, því miður,“ segir Alexander Petersson en óvissa er um þátttöku hans í leiknum gegn Serbum í undankeppni EM annað kvöld.

„Ég meiddist í síðasta leik á nára. Það er einhver rifa í vöðva. Ég get ekkert æft og er bara að æfa með sjúkraþjálfara. Það er erfitt að segja hvort ég get eitthvað verið með. Við vinnum í þessu fram að leik og vonum það besta. Það yrði hundfúlt að missa af þessum leik og reyndar er alltaf leiðinlegt að vera meiddur. Það er ekki fjör í því að koma hingað og bora í nefið og horfa upp í loftið.“

Ef Alexander verður ekki með mun mæða meira á þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Rúnari Kárasyni.

Leikur Íslands og Serbíu fer fram á miðvikudagskvöldið kl 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×