Stjórnendur haldi fast í fólkið sitt jón hákon halldórsson skrifar 29. apríl 2015 07:15 Rosenborg er sigursælasta fótboltalið í sögu Noregs. Félagið hefur unnið norsku deildina 22 sinnum og níu sinnum unnið bikarinn í Noregi. Ekkert norskt lið hefur spilað fleiri leiki í Meistaradeildinni. Liðið var afar sigursælt meðan Steffen Iversen spilaði með því. NordicPhtos/afp „Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun. Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
„Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun.
Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira