Seðlabankaraunir Kári Jónasson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Sjá meira
Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun