Kvótann heim! Skjóðan skrifar 6. maí 2015 11:30 Útgerðin á Íslandi greiðir allt of lágt veiðileyfagjald. Þar munar væntanlega 40 milljörðum hið minnsta á ári hverju. Þetta eru alvöru peningar. Fyrir þá er hægt að byggja hátæknisjúkrahús á tveimur og hálfu ári. Það væri hægt að greiða spítalann niður á lengri tíma og nota hluta fjárins til að lækka skatta á fatnað og matvæli, sem er besta búbótin fyrir heimilin. Útgerðarfyrirtækiskila eigendum sínum tólffalt hærri EBITDA en stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Þessi gríðarlegi hagnaður verður ekki skýrður öðru vísi en svo að um einokunarhagnað sé að ræða. Einokunin felst í næstum ókeypis aðgangi að mjög verðmætri og takmarkaðri auðlind, sem þjóðin öll á. Hagnaður íslenskrar útgerðar er utan velsæmismarka. Ekki vegna þess hversu hár hann er heldur vegna þess hvernig hann er tilkominn. Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða í raun og veru útgerðina um 40 milljarða á ári. Þetta er mun hærri fjárhæð en rennur í niðurgreiðslur vegna landbúnaðarframleiðslu. Því er haldið fram að þjóðin hagnist á góðu gengi útgerðarfyrirtækjanna þar sem þau greiði tekjuskatt af hagnaði sínum. Tekjuskattur fyrirtækja er 20 prósent. Ef 40 milljarðarnir skila sér óskiptir í hagnað fyrirtækjanna fyrir skatta renna 8 milljarðar í ríkissjóð. Eftir sitja þá 32 milljarðar hjá útgerðinni til að fjárfesta í óskyldum rekstri og greiða sér ofurarð. Þetta ástand er ekki ósvipað því að erlent konungsríki hefði slegið eign sinni á Ísland, helgað sér fiskinn í sjónum og konungur falið nokkrum sérvöldum fyrirtækjum að veiða fiskinn. Í stað þess að íslenska þjóðin njóti afraksturs auðlindarinnar rennur sá afrakstur til útvalinna. Einhver starfsemi er vissulega nauðsynleg í kringum útgerðina og vinnslu hér á landi. Mörlandanum bjóðast störf og einhverjir skattar eru greiddir til eyjarskeggja. Einokunargróðinn rennur hins vegar að mestum hluta til konungs og fyrirtækjanna sérvöldu. Á öldum áður þekktu Íslendingar vel til svona fyrirkomulags. Þá var fiskurinn í sjónum ekki talinn takmörkuð auðlind enda veiðitækin ekki stórtæk. Þá starfaði hins vegar hin konunglega einokunarverslun, sem ekki hafði aðrar skyldur við Íslendinga en að tryggja skipakomur með vistir á vorin og haustin. Af borðum einokunarkaupmanna hrutu brauðmolar til heimamanna líkt og nú tíðkast af borðum útgerðarinnar. Við Íslendingar losnuðum úr viðjum einokunarverslunar konungs. Löngu síðar fengum við handritin heim og töldum okkur fullburða, sjálfstæða þjóð. Nú erum við komnir í vist hjá annarri einokunarverslun þó að enginn sé kóngurinn í Kaupmannahöfn sem arðrænir íslenska alþýðu. Er ekki kominn tími fyrir okkur Íslendinga til að brjóta af okkur einokunarhlekkina? Er ekki kominn tími til að við fáum kvótann okkar heim?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Útgerðin á Íslandi greiðir allt of lágt veiðileyfagjald. Þar munar væntanlega 40 milljörðum hið minnsta á ári hverju. Þetta eru alvöru peningar. Fyrir þá er hægt að byggja hátæknisjúkrahús á tveimur og hálfu ári. Það væri hægt að greiða spítalann niður á lengri tíma og nota hluta fjárins til að lækka skatta á fatnað og matvæli, sem er besta búbótin fyrir heimilin. Útgerðarfyrirtækiskila eigendum sínum tólffalt hærri EBITDA en stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Þessi gríðarlegi hagnaður verður ekki skýrður öðru vísi en svo að um einokunarhagnað sé að ræða. Einokunin felst í næstum ókeypis aðgangi að mjög verðmætri og takmarkaðri auðlind, sem þjóðin öll á. Hagnaður íslenskrar útgerðar er utan velsæmismarka. Ekki vegna þess hversu hár hann er heldur vegna þess hvernig hann er tilkominn. Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða í raun og veru útgerðina um 40 milljarða á ári. Þetta er mun hærri fjárhæð en rennur í niðurgreiðslur vegna landbúnaðarframleiðslu. Því er haldið fram að þjóðin hagnist á góðu gengi útgerðarfyrirtækjanna þar sem þau greiði tekjuskatt af hagnaði sínum. Tekjuskattur fyrirtækja er 20 prósent. Ef 40 milljarðarnir skila sér óskiptir í hagnað fyrirtækjanna fyrir skatta renna 8 milljarðar í ríkissjóð. Eftir sitja þá 32 milljarðar hjá útgerðinni til að fjárfesta í óskyldum rekstri og greiða sér ofurarð. Þetta ástand er ekki ósvipað því að erlent konungsríki hefði slegið eign sinni á Ísland, helgað sér fiskinn í sjónum og konungur falið nokkrum sérvöldum fyrirtækjum að veiða fiskinn. Í stað þess að íslenska þjóðin njóti afraksturs auðlindarinnar rennur sá afrakstur til útvalinna. Einhver starfsemi er vissulega nauðsynleg í kringum útgerðina og vinnslu hér á landi. Mörlandanum bjóðast störf og einhverjir skattar eru greiddir til eyjarskeggja. Einokunargróðinn rennur hins vegar að mestum hluta til konungs og fyrirtækjanna sérvöldu. Á öldum áður þekktu Íslendingar vel til svona fyrirkomulags. Þá var fiskurinn í sjónum ekki talinn takmörkuð auðlind enda veiðitækin ekki stórtæk. Þá starfaði hins vegar hin konunglega einokunarverslun, sem ekki hafði aðrar skyldur við Íslendinga en að tryggja skipakomur með vistir á vorin og haustin. Af borðum einokunarkaupmanna hrutu brauðmolar til heimamanna líkt og nú tíðkast af borðum útgerðarinnar. Við Íslendingar losnuðum úr viðjum einokunarverslunar konungs. Löngu síðar fengum við handritin heim og töldum okkur fullburða, sjálfstæða þjóð. Nú erum við komnir í vist hjá annarri einokunarverslun þó að enginn sé kóngurinn í Kaupmannahöfn sem arðrænir íslenska alþýðu. Er ekki kominn tími fyrir okkur Íslendinga til að brjóta af okkur einokunarhlekkina? Er ekki kominn tími til að við fáum kvótann okkar heim?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira