Ráðuneyti telur tillögu Jóns ólöglega Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Hörð átök Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar í gær. Minnisblað umhverfis- og auðlindaráðuneytisins telur hins vegar Alþingi ekki geta breytt flokkun virkjanakosta. Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira