Verndum heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna Starfsfólk mæðraverndar skrifar 13. maí 2015 07:00 Nú hefur verkfall BHM staðið í fimm vikur og sér ekki fyrir endann á því. Við sem stöndum að mæðravernd í heilsugæslunni höfum af þessu verulegar og vaxandi áhyggjur. Verkfall ljósmæðra sem starfa á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum. Þetta veldur skjólstæðingum okkar óþægindum og áhyggjum. Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað fyrir sýkingum í upphafi meðgöngu eins og venja er. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkirtils hjá konum í áhættuhópum en greining og meðferð þessara sjúkdóma snemma á meðgöngutíma geta komið í veg fyrir alvarleg áhrif þeirra á heilsu og þroska ófædda barnsins. Þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna þeirra og eru einn af hornsteinum mæðraverndar. Afleiðingar þess að ekki er skimað fyrir ákveðnum sjúkdómum á meðgöngu geta verið ófyrirséðar og jafnvel valdið óafturkræfum skaða með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Á Íslandi hefur heilsufar barnshafandi kvenna og ungbarna verið með því besta sem þekkist í heiminum. Má í því sambandi benda á nýjustu skýrslu skýrslu “Save the Children” * en þar kemur fram að Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að vera móðir. Það er afleitt að starfsfólk mæðraverndar í heilsugæslu geti ekki fylgt þeim klínísku tilmælum og verklagsreglum sem byggðar hafa verið upp á síðastliðnum árum og hafa m.a. stuðlað að því að árangur í mæðravernd er eins góður og raun ber vitni. Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn. Við skorum á deiluaðila að ná samningi sem fyrst. Glötum ekki þeim góða árangri í mæðravernd sem við höfum státað af hér á landi. *Skýrsla Save the Children 2015 Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir Ósk Ingvarsdóttir fæðingalæknir Ragnheiður Bachmann ljósmóðir Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæðingalæknirStarfsfólk mæðraverndar, ÞróunarsviðiHeilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verkfall BHM staðið í fimm vikur og sér ekki fyrir endann á því. Við sem stöndum að mæðravernd í heilsugæslunni höfum af þessu verulegar og vaxandi áhyggjur. Verkfall ljósmæðra sem starfa á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum. Þetta veldur skjólstæðingum okkar óþægindum og áhyggjum. Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað fyrir sýkingum í upphafi meðgöngu eins og venja er. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkirtils hjá konum í áhættuhópum en greining og meðferð þessara sjúkdóma snemma á meðgöngutíma geta komið í veg fyrir alvarleg áhrif þeirra á heilsu og þroska ófædda barnsins. Þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna þeirra og eru einn af hornsteinum mæðraverndar. Afleiðingar þess að ekki er skimað fyrir ákveðnum sjúkdómum á meðgöngu geta verið ófyrirséðar og jafnvel valdið óafturkræfum skaða með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Á Íslandi hefur heilsufar barnshafandi kvenna og ungbarna verið með því besta sem þekkist í heiminum. Má í því sambandi benda á nýjustu skýrslu skýrslu “Save the Children” * en þar kemur fram að Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að vera móðir. Það er afleitt að starfsfólk mæðraverndar í heilsugæslu geti ekki fylgt þeim klínísku tilmælum og verklagsreglum sem byggðar hafa verið upp á síðastliðnum árum og hafa m.a. stuðlað að því að árangur í mæðravernd er eins góður og raun ber vitni. Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn. Við skorum á deiluaðila að ná samningi sem fyrst. Glötum ekki þeim góða árangri í mæðravernd sem við höfum státað af hér á landi. *Skýrsla Save the Children 2015 Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir Ósk Ingvarsdóttir fæðingalæknir Ragnheiður Bachmann ljósmóðir Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæðingalæknirStarfsfólk mæðraverndar, ÞróunarsviðiHeilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar