Pólitískar breytingar liggja í loftinu Elín Albertsdóttir skrifar 16. maí 2015 11:00 Margrét segist alltaf vera með nefið niðri í pólitíkinni. En hún hefur mörg önnur áhugamál líka; garðyrkju, hjólaferðir og bóklestur. Mynd/GVA Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, er að skrifa barnabók sem fjallar um Ísland. Hún saknar stjórnmálavafstursins og stefnir á stjórnmálaþátttöku á nýjan leik. Enginn flokkur hentar henni þó núna. Margrét var á fullu í garðstörfum þegar við náðum tali af henni. „Við erum búin að bera á pallinn, pússa garðhúsgögnin og taka til í garðinum eftir veturinn,“ sagði hún. „Við tókum okkur frí, notuðum þurrkinn til að láta hendur standa fram úr ermum. Tiltekt í bílskúrnum er næst á dagskrá og við ætlum að nota helgina í hana,“ segir Margrét sem býr í suðurhlíðum Kópavogs og er með stóran og skjólgóðan garð. „Fyrir nokkrum árum vorum við að spá í að kaupa okkur sumarbústað. Ákváðum síðan að hafa sumarhúsið í garðinum, byggðum stóran pall og fengum okkur pott. Það er mjög notalegt í garðinum á góðviðrisdögum.Barnabók á leiðinni Annars er ég mest að fást við ritstjórn og ritstörf. Ég er að skrifa bók fyrir krakka sem verður um Ísland og kemur út næsta vor. Bókina er ég að vinna með teiknara og hún er vel á veg komin. Þetta er bók fyrir breiðan aldur,“ útskýrir Margrét en þetta er fjórða barnabókin hennar. „Það er óhemju skemmtilegt að fást við þetta verkefni,“ segir hún. Margrét er bókmenntafræðingur að mennt og starfaði sem ritstjóri hjá Máli og menningu og síðan Eddu útgáfu en var svo sjálfstætt starfandi. Hún var auk þessa að ljúka við ritstjórn á texta í ferðamannabók. Þar fyrir utan hefur hún nóg að gera í textagerð fyrir hin ýmsu fyrirtæki.Aftur á þing Margrét segist sakna stjórnmálavafstursins að sumu leyti og segist vel geta hugsað sér að fara aftur á þing. „Ég er reyndar fegin að vera ekki á þingi á þessum tíma ársins þegar störfin fara í sinn ljótasta ham. En ég á eftir að koma í gegn einni stjórnarskrá eða svo. Það var ótrúlega mikil og góð reynsla sem ég fékk á Alþingi og er mjög þakklát fyrir hana,“ segir Margrét, sem fylgist vel með öllu því sem gerist í íslenskum stjórnmálum. „Ég er með nefið niðri í öllu sem viðkemur pólitík,“ segir hún. „Ég les meira að segja frumvörp. Mér finnst ástandið hörmulegt á Alþingi. Pólitíkin virðist í pattstöðu en mér finnst samt eins og það sé eitthvað í farvatninu. Það er svo mikil spenna í loftinu að hún hlýtur að brjótast út fyrr en seinna. Ég veit ekki hvað gæti gerst en við getum ekki verið í svona spennu endalaust. Það hefur svo margt verið í kyrrstöðu, gjaldeyrishöftin eru hér enn, að ég tali ekki um stöðuna á vinnumarkaði. Sumir stjórnmálamenn eru ekki í tengslum við almenning. Þeir vita ekki hvernig lífið gengur fyrir sig hjá hinum almenna launþega,“ segir Margrét sem segist vera í góðu sambandi við alþingismenn úr mörgum flokkum.Enginn flokkur áhugaverður Margrét segist alltaf hafa verið pólitísk en eiga erfitt með að samsama sig einhverjum einum flokki. Þegar hún er spurð með hvaða flokki hún vilji helst vinna, svarar hún: „Ég á von á því að landslagið í pólitík verða breytt þegar kemur að næstu kosningum. Ég finn mig ekki með þeim flokkum sem eru starfandi núna en hef mikla trú á meiri samvinnu á vinstri vængnum. Ég mun fylgjast vel með því sem gerist á næstunni. Það hefur verið mikið rót í þjóðfélaginu eftir hrunið en breytingarnar liggja í loftinu.“Er ferðasjúk Margrét segist eiga mörg áhugamál fyrir utan stjórnmálin. „Ég er ferðasjúk. Mér finnst gaman að skreppa í styttri ferðir á hjóli. Svo hef ég líka gaman af því að fara í lengri ferðir. Um páskana fórum við á skíði í Kanada og eyddum svo páskum í Seattle sem var ótrúlega gaman. Í fyrra hjóluðum við meðfram Dóná en ég ætla að vera dugleg að hjóla um höfuðborgarsvæðið í sumar. Mér finnst gaman að skoða mig um á hjóli. Maður upplifir umhverfið á annan hátt en þegar ekið er um í bíl. Ég hef líka mjög mikinn áhuga á bókmenntum og myndlist. Svo á ég hund sem ég dýrka. Öll útivera og hreyfing er mér að skapi en svo er ég líka góður kokkur. Ég vil elda fallegan mat frá grunni og hann þarf að vera hollur.“ Margrét segist hafa verið alin upp í hjálparsveit skáta. Faðir hennar, Tryggvi Páll Friðriksson, var formaður Landssambands hjálparsveitanna og síðan einn framkvæmdastjóra Landsbjargar. Margrét er gift Jóhanni Ágústi Hansen, viðskiptafræðingi og listaverkasala hjá Gallerí Fold, en þau eiga tvo syni, annar þeirra er fluttur að heiman. Margrét hefur haldið úti bloggi á herdubreid.is. Alþingi Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, er að skrifa barnabók sem fjallar um Ísland. Hún saknar stjórnmálavafstursins og stefnir á stjórnmálaþátttöku á nýjan leik. Enginn flokkur hentar henni þó núna. Margrét var á fullu í garðstörfum þegar við náðum tali af henni. „Við erum búin að bera á pallinn, pússa garðhúsgögnin og taka til í garðinum eftir veturinn,“ sagði hún. „Við tókum okkur frí, notuðum þurrkinn til að láta hendur standa fram úr ermum. Tiltekt í bílskúrnum er næst á dagskrá og við ætlum að nota helgina í hana,“ segir Margrét sem býr í suðurhlíðum Kópavogs og er með stóran og skjólgóðan garð. „Fyrir nokkrum árum vorum við að spá í að kaupa okkur sumarbústað. Ákváðum síðan að hafa sumarhúsið í garðinum, byggðum stóran pall og fengum okkur pott. Það er mjög notalegt í garðinum á góðviðrisdögum.Barnabók á leiðinni Annars er ég mest að fást við ritstjórn og ritstörf. Ég er að skrifa bók fyrir krakka sem verður um Ísland og kemur út næsta vor. Bókina er ég að vinna með teiknara og hún er vel á veg komin. Þetta er bók fyrir breiðan aldur,“ útskýrir Margrét en þetta er fjórða barnabókin hennar. „Það er óhemju skemmtilegt að fást við þetta verkefni,“ segir hún. Margrét er bókmenntafræðingur að mennt og starfaði sem ritstjóri hjá Máli og menningu og síðan Eddu útgáfu en var svo sjálfstætt starfandi. Hún var auk þessa að ljúka við ritstjórn á texta í ferðamannabók. Þar fyrir utan hefur hún nóg að gera í textagerð fyrir hin ýmsu fyrirtæki.Aftur á þing Margrét segist sakna stjórnmálavafstursins að sumu leyti og segist vel geta hugsað sér að fara aftur á þing. „Ég er reyndar fegin að vera ekki á þingi á þessum tíma ársins þegar störfin fara í sinn ljótasta ham. En ég á eftir að koma í gegn einni stjórnarskrá eða svo. Það var ótrúlega mikil og góð reynsla sem ég fékk á Alþingi og er mjög þakklát fyrir hana,“ segir Margrét, sem fylgist vel með öllu því sem gerist í íslenskum stjórnmálum. „Ég er með nefið niðri í öllu sem viðkemur pólitík,“ segir hún. „Ég les meira að segja frumvörp. Mér finnst ástandið hörmulegt á Alþingi. Pólitíkin virðist í pattstöðu en mér finnst samt eins og það sé eitthvað í farvatninu. Það er svo mikil spenna í loftinu að hún hlýtur að brjótast út fyrr en seinna. Ég veit ekki hvað gæti gerst en við getum ekki verið í svona spennu endalaust. Það hefur svo margt verið í kyrrstöðu, gjaldeyrishöftin eru hér enn, að ég tali ekki um stöðuna á vinnumarkaði. Sumir stjórnmálamenn eru ekki í tengslum við almenning. Þeir vita ekki hvernig lífið gengur fyrir sig hjá hinum almenna launþega,“ segir Margrét sem segist vera í góðu sambandi við alþingismenn úr mörgum flokkum.Enginn flokkur áhugaverður Margrét segist alltaf hafa verið pólitísk en eiga erfitt með að samsama sig einhverjum einum flokki. Þegar hún er spurð með hvaða flokki hún vilji helst vinna, svarar hún: „Ég á von á því að landslagið í pólitík verða breytt þegar kemur að næstu kosningum. Ég finn mig ekki með þeim flokkum sem eru starfandi núna en hef mikla trú á meiri samvinnu á vinstri vængnum. Ég mun fylgjast vel með því sem gerist á næstunni. Það hefur verið mikið rót í þjóðfélaginu eftir hrunið en breytingarnar liggja í loftinu.“Er ferðasjúk Margrét segist eiga mörg áhugamál fyrir utan stjórnmálin. „Ég er ferðasjúk. Mér finnst gaman að skreppa í styttri ferðir á hjóli. Svo hef ég líka gaman af því að fara í lengri ferðir. Um páskana fórum við á skíði í Kanada og eyddum svo páskum í Seattle sem var ótrúlega gaman. Í fyrra hjóluðum við meðfram Dóná en ég ætla að vera dugleg að hjóla um höfuðborgarsvæðið í sumar. Mér finnst gaman að skoða mig um á hjóli. Maður upplifir umhverfið á annan hátt en þegar ekið er um í bíl. Ég hef líka mjög mikinn áhuga á bókmenntum og myndlist. Svo á ég hund sem ég dýrka. Öll útivera og hreyfing er mér að skapi en svo er ég líka góður kokkur. Ég vil elda fallegan mat frá grunni og hann þarf að vera hollur.“ Margrét segist hafa verið alin upp í hjálparsveit skáta. Faðir hennar, Tryggvi Páll Friðriksson, var formaður Landssambands hjálparsveitanna og síðan einn framkvæmdastjóra Landsbjargar. Margrét er gift Jóhanni Ágústi Hansen, viðskiptafræðingi og listaverkasala hjá Gallerí Fold, en þau eiga tvo syni, annar þeirra er fluttur að heiman. Margrét hefur haldið úti bloggi á herdubreid.is.
Alþingi Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið