Hver er Endakallinn frá Ibiza? Jón Þór Stefánsson skrifar 8. ágúst 2025 13:00 Hárgreiðsla Endakallsins hefur vakið sérstaka athygli. Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið. Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times. Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira
Á dögunum birtist myndband af manninum að skemmta sér á eyjunni. Þar skartar hann stórum svörtum og gylltum sólgleraugum og gullkeðju. Mesta athygli vekur þó vel hirt skegg hans og skálaklipping. Í umfjöllun Independent um manninn segir að hárgreiðslan sé ekki eitthvað sem fólk búist við að sjá á Ibiza. Hún hefði passað betur við í sjónvarpsþættina Wednesday eða í orrustunni við Hastings, sem átti sér stað 1066. @zerosixwestibiza does anyone know this absolute legend coz weve got 2 free guestlist with his name on it! . #ibiza2025 #zerosixwest #eivissa #ibiza #ibiza25 ♬ original sound - Zero Six West Ibiza Venjulegur maður frá Newcastle Umræddur maður heitir Jack Kay. Hann er 26 ára gamall og frá Newcastle. Gula pressan í Bretlandi hefur bent á að Kay hafi farið heim til Bretlandseyja frá Ibiza, en hann hafi stoppað örstutt og snúið aftur til Ibiza degi síðar. Áðurnefnt myndband og annað myndefni af Kay hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann hefur síðan stofnað reikninga á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. „Það er mikið sem ég þarf að innbyrða þessa stundina. Ég er bara venjulegur maður frá Newcastle. Þetta allt saman er klikkað. Fylgist með það eru stórar fréttir væntanlegar,“ segir hann í myndbandi á hans eigin Instagram-síðu. Virðist ætla að hagnýta sér frægðina Kay virðist hafa skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni Neon Management, en fjöldi stjarna úr Love Island mun vera á mála þar. Hann virðist með því ætla að hagnýta sér þessa frægð sína. Daily Mail og Mirror hafa eftir almannatengslasérfræðingum að búast megi við því að Kay muni græða sex tölustafa upphæð á komandi ári. Í bresku samhengi þýðir það að hann myndi að minnsta kosti eignast hundrað þúsund sterlingspund, sem jafngildi um 16,5 milljónum króna. Þá megi einnig búast við því að Kay muni að miklu leyti getað ferðast og djammað frítt. „Ég er Endakallinn frá Ibiza, Jack Kay. Venjist því,“ segir Kay í myndbandi á samfélagsmiðlum spænska fjölmiðilsins The Ibiza Times.
Spánn Næturlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira