CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Þegar fyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar losnar bæði um fjármagn og þekkingu, bendir Frosti Sigurjónsson á. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira