Um verkfall heilbrigðisstétta Sigríður Kristinsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Það vekur mikla undrun að landlæknir skuli taka afgerandi afstöðu í kjaradeilu heilbrigðisstétta með ummælum um geislafræðinga. Hann á að gæta hagsmuna almennings, og þar eru sjúklingar meðtaldir, en undanfarna daga virðist hann hafa verið talsmaður ríkisstjórnarinnar. Hann á að vera maður sátta en ekki deilna. Það sem ég hef kynnst landlæknum hingað til hef ég ekki heyrt þá tala með svona hætti um verkföll eða útgöngu heilbrigðisstétta, sem leitast við að fá kjör sín bætt, og hef þó reynslu af því að vera meðal þeirra sjúkraliða sem gengið hafa út vegna óánægju með kaup og kjör, eða hafa farið í verkfall. Þó vil ég segja nýjum landlækni til hróss að hann hefur verið beinskeyttur í gagnrýni á niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. Sú umræða sem hefur skapast í þjóðfélaginu, að það eigi að skammta fólki laun í gegnum kjaradóm, er umræða um að svipta fólk verkfallsrétti en það var eitt af þeim málum sem forsvarsmenn opinberra starfsmanna börðust lengi fyrir að fá, en fengu ekki nema takmarkaðan fyrr en 1977. Þeir eru margir sem þiggja þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hratt og vel sín störf og af mikilli nákvæmni, því allt er þetta nákvæmnisvinna. Það hefði farið vel á því að við almenningur í landinu styddum baráttuna, efndum til mótmælastöðu og stuðningsaðgerða með greinaskrifum eða á annan hátt sem hverjum og einum væri best lagið. Það vita allir sem vilja vita að meirihluti starfsfólks á heilbrigðisstofnunum er konur og vona ég að sá hugsunarháttur sé ekki enn ríkjandi í þjóðfélaginu að konur eigi að vinna að mannúðarstörfum án þess að fá greitt fyrir. Varla mun sú ráðstefna, sem á að fara fram í sumar þar sem aðgangseyrir er um 140.000 krónur fyrir einstakling, bæta mikið þar úr? Að minnsta kosti er ekki að búast við því að heilbrigðisstéttir geti keypt sig inn á þessa ráðstefnu þegar búið er að greiða fyrir þær nauðsynjar sem þarf í daglega lífinu. Og ekki held ég að utanríkisráðherrann segi mér neitt nýtt um baráttu kvenna, hvorki á vinnumarkaði né í þjóðfélaginu.Samhugur mikilvægur Það er mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar finni fyrir samhug núna á erfiðum tímum, eins og verkfall skapar. Ég hef sjálf unnið á Landspítalanum sem sjúkraliði og þekki innviði hans ágætlega og veit að t.d. starfsaðstaða margra er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. T.d. þar sem blóðprufur eru teknar í kjallaranum á Landspítalanum eru gluggar upp við loft þannig að ekkert sést út. Dagsbirtan rétt nær að koma inn í herbergið þar sem fólk þarf að vinna allan daginn. Að ekki sé talað um skúrana á bak við spítalann sem eru ekki góðir vinnustaðir. Hef líka þurft að þiggja mikla þjónustu á ríkisspítölum undanfarin fimm ár og hef aldrei mætt öðru en velvild og vilja til að leysa úr mínum vandamálum, á hvaða deild sem er á sjúkrahúsinu, sem er mjög mikils virði fyrir þá sem þangað þurfa að leita. Er með ólæknandi sjúkdóm og mundi ekki geta verið heima og notið sæmilegra lífsgæða ef Landspítalans og hins góða starfsfólks nyti ekki við. Starfsfólkið er búið að reyna að semja við fjárveitingarvaldið í langan tíma en án árangurs. Síðustu samningar voru bráðabirgðasamningar enda var ástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki var von á miklum kjarabótum. En það var vitað að þegar ástandið batnaði í þjóðfélaginu kæmi upp sú eðlilega krafa að almenningur vildi fá sinn hluta af kökunni en ekki bara Sigmundur Davíð. Ég vona að mál heilbrigðisstarfsmanna leysist sem fyrst og að landlæknir sjái að sér og tali varlegar í framtíðinni um heilbrigðisstéttirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það vekur mikla undrun að landlæknir skuli taka afgerandi afstöðu í kjaradeilu heilbrigðisstétta með ummælum um geislafræðinga. Hann á að gæta hagsmuna almennings, og þar eru sjúklingar meðtaldir, en undanfarna daga virðist hann hafa verið talsmaður ríkisstjórnarinnar. Hann á að vera maður sátta en ekki deilna. Það sem ég hef kynnst landlæknum hingað til hef ég ekki heyrt þá tala með svona hætti um verkföll eða útgöngu heilbrigðisstétta, sem leitast við að fá kjör sín bætt, og hef þó reynslu af því að vera meðal þeirra sjúkraliða sem gengið hafa út vegna óánægju með kaup og kjör, eða hafa farið í verkfall. Þó vil ég segja nýjum landlækni til hróss að hann hefur verið beinskeyttur í gagnrýni á niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. Sú umræða sem hefur skapast í þjóðfélaginu, að það eigi að skammta fólki laun í gegnum kjaradóm, er umræða um að svipta fólk verkfallsrétti en það var eitt af þeim málum sem forsvarsmenn opinberra starfsmanna börðust lengi fyrir að fá, en fengu ekki nema takmarkaðan fyrr en 1977. Þeir eru margir sem þiggja þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hratt og vel sín störf og af mikilli nákvæmni, því allt er þetta nákvæmnisvinna. Það hefði farið vel á því að við almenningur í landinu styddum baráttuna, efndum til mótmælastöðu og stuðningsaðgerða með greinaskrifum eða á annan hátt sem hverjum og einum væri best lagið. Það vita allir sem vilja vita að meirihluti starfsfólks á heilbrigðisstofnunum er konur og vona ég að sá hugsunarháttur sé ekki enn ríkjandi í þjóðfélaginu að konur eigi að vinna að mannúðarstörfum án þess að fá greitt fyrir. Varla mun sú ráðstefna, sem á að fara fram í sumar þar sem aðgangseyrir er um 140.000 krónur fyrir einstakling, bæta mikið þar úr? Að minnsta kosti er ekki að búast við því að heilbrigðisstéttir geti keypt sig inn á þessa ráðstefnu þegar búið er að greiða fyrir þær nauðsynjar sem þarf í daglega lífinu. Og ekki held ég að utanríkisráðherrann segi mér neitt nýtt um baráttu kvenna, hvorki á vinnumarkaði né í þjóðfélaginu.Samhugur mikilvægur Það er mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar finni fyrir samhug núna á erfiðum tímum, eins og verkfall skapar. Ég hef sjálf unnið á Landspítalanum sem sjúkraliði og þekki innviði hans ágætlega og veit að t.d. starfsaðstaða margra er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. T.d. þar sem blóðprufur eru teknar í kjallaranum á Landspítalanum eru gluggar upp við loft þannig að ekkert sést út. Dagsbirtan rétt nær að koma inn í herbergið þar sem fólk þarf að vinna allan daginn. Að ekki sé talað um skúrana á bak við spítalann sem eru ekki góðir vinnustaðir. Hef líka þurft að þiggja mikla þjónustu á ríkisspítölum undanfarin fimm ár og hef aldrei mætt öðru en velvild og vilja til að leysa úr mínum vandamálum, á hvaða deild sem er á sjúkrahúsinu, sem er mjög mikils virði fyrir þá sem þangað þurfa að leita. Er með ólæknandi sjúkdóm og mundi ekki geta verið heima og notið sæmilegra lífsgæða ef Landspítalans og hins góða starfsfólks nyti ekki við. Starfsfólkið er búið að reyna að semja við fjárveitingarvaldið í langan tíma en án árangurs. Síðustu samningar voru bráðabirgðasamningar enda var ástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki var von á miklum kjarabótum. En það var vitað að þegar ástandið batnaði í þjóðfélaginu kæmi upp sú eðlilega krafa að almenningur vildi fá sinn hluta af kökunni en ekki bara Sigmundur Davíð. Ég vona að mál heilbrigðisstarfsmanna leysist sem fyrst og að landlæknir sjái að sér og tali varlegar í framtíðinni um heilbrigðisstéttirnar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun