
Um verkfall heilbrigðisstétta
Sú umræða sem hefur skapast í þjóðfélaginu, að það eigi að skammta fólki laun í gegnum kjaradóm, er umræða um að svipta fólk verkfallsrétti en það var eitt af þeim málum sem forsvarsmenn opinberra starfsmanna börðust lengi fyrir að fá, en fengu ekki nema takmarkaðan fyrr en 1977.
Þeir eru margir sem þiggja þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hratt og vel sín störf og af mikilli nákvæmni, því allt er þetta nákvæmnisvinna. Það hefði farið vel á því að við almenningur í landinu styddum baráttuna, efndum til mótmælastöðu og stuðningsaðgerða með greinaskrifum eða á annan hátt sem hverjum og einum væri best lagið. Það vita allir sem vilja vita að meirihluti starfsfólks á heilbrigðisstofnunum er konur og vona ég að sá hugsunarháttur sé ekki enn ríkjandi í þjóðfélaginu að konur eigi að vinna að mannúðarstörfum án þess að fá greitt fyrir. Varla mun sú ráðstefna, sem á að fara fram í sumar þar sem aðgangseyrir er um 140.000 krónur fyrir einstakling, bæta mikið þar úr? Að minnsta kosti er ekki að búast við því að heilbrigðisstéttir geti keypt sig inn á þessa ráðstefnu þegar búið er að greiða fyrir þær nauðsynjar sem þarf í daglega lífinu. Og ekki held ég að utanríkisráðherrann segi mér neitt nýtt um baráttu kvenna, hvorki á vinnumarkaði né í þjóðfélaginu.
Samhugur mikilvægur
Það er mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar finni fyrir samhug núna á erfiðum tímum, eins og verkfall skapar.
Ég hef sjálf unnið á Landspítalanum sem sjúkraliði og þekki innviði hans ágætlega og veit að t.d. starfsaðstaða margra er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. T.d. þar sem blóðprufur eru teknar í kjallaranum á Landspítalanum eru gluggar upp við loft þannig að ekkert sést út. Dagsbirtan rétt nær að koma inn í herbergið þar sem fólk þarf að vinna allan daginn. Að ekki sé talað um skúrana á bak við spítalann sem eru ekki góðir vinnustaðir. Hef líka þurft að þiggja mikla þjónustu á ríkisspítölum undanfarin fimm ár og hef aldrei mætt öðru en velvild og vilja til að leysa úr mínum vandamálum, á hvaða deild sem er á sjúkrahúsinu, sem er mjög mikils virði fyrir þá sem þangað þurfa að leita. Er með ólæknandi sjúkdóm og mundi ekki geta verið heima og notið sæmilegra lífsgæða ef Landspítalans og hins góða starfsfólks nyti ekki við.
Starfsfólkið er búið að reyna að semja við fjárveitingarvaldið í langan tíma en án árangurs. Síðustu samningar voru bráðabirgðasamningar enda var ástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki var von á miklum kjarabótum. En það var vitað að þegar ástandið batnaði í þjóðfélaginu kæmi upp sú eðlilega krafa að almenningur vildi fá sinn hluta af kökunni en ekki bara Sigmundur Davíð.
Ég vona að mál heilbrigðisstarfsmanna leysist sem fyrst og að landlæknir sjái að sér og tali varlegar í framtíðinni um heilbrigðisstéttirnar.
Skoðun

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar