Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Ríkisstjórnin hefur unnið að tillögum að skattkerfisbreytingum til að liðka fyrir kjarasamningum. Oddvitar ríkisstjórnarinnar munu líklega kynna þær í dag. vísir/gva Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira