Þak yfir höfuðið Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 3. júní 2015 07:00 Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun