Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar 3. september 2025 10:46 Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun