Hjartans mál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 4. júní 2015 08:03 Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun