Viljum við ekki skýrleika? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 08:00 Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun