Afnám hafta er hafið Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Fyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna. Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast. Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi. Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar. Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin. Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna. Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast. Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi. Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar. Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin. Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun