Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Þögul mótmæli. Nokkur hundruð manns mættu til þögulla mótmæla við Alþingishúsið við Austurvöll í gær vegna gangs viðræðna við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán „Það sem maður er hræddur um ef lög verða sett á verkfallið er að fólk leiti annarra leiða til að vinna við þetta fag, leiti annaðhvort til útlanda eða mennti sig jafnvel í einhverju öðru,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar fyrir heilbrigðisstéttir og heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur áréttar að sömu rök eigi við um þessar stéttir og viðhöfð hafi verið í verkfalli lækna, hvað varðar mikilvægi starfanna fyrir heilbrigðiskerfið og möguleika á störfum í útlöndum.Ólafur G. Skúlason„Þeir eru vel menntaðir og við erum vel menntuð. Sóst er eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum erlendis og það er skortur á hjúkrunarfræðingum, þannig að forsendur eru allar þær sömu í okkar geira og þeirra.“ Sama eigi svo við um geislafræðinga og aðra sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. „Það vantar milljón heilbrigðisstarfsmenn í Evrópu fyrir 2020, en þar eru undir læknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og allt saman.“ Vinna sé auðfundin utan landsteinanna. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvað slík lagasetning feli í sér, hvort gefinn verði frestur til að ná samningum, eða hvort kjaradeilum verði vísað beint í gerðardóm. „Það eru til nokkrar útfærslur á þessu og það sér maður náttúrlega ekki fyrr en frumvarp er komið fram.“Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM á Austurvelli í gær.Fréttablaðið/StefánNokkur hundruð félagsmenn aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga mættu á Austurvöll síðdegis í gær til að mótmæla þeirri stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum félaganna við ríkið og gangi þeirra til þessa. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, áréttar að þau séu tilbúin að setjast að samningaborðinu hvenær sem er. „En þá verða menn náttúrlega að vera tilbúnir að ræða það sem okkur liggur á hjarta, að menntun sé metin til launa og fjármagn aukið til stofnanasamninga,“ segir hann. Ríkissáttasemjari sleit samningafundi BHM og ríkisins seint á miðvikudagskvöld eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar á deilunni. Páll segir að viðræður hafi ekki verið miklar, en samninganefndin hafi borið tillögu ríkisins undir bakland félaganna, en það hafi ekki verið tilboð sem neinu hafi breytt í grundvallaratriðum. „Núna eru hótanir í lofti um lög, en ég ætla bara að vona að til þess komi ekki og takist að semja,“ segir Páll.Rætt var við Ólaf og Pál á Austurvelli í gær í mótmælastöðu BHM og hjúkrunarfræðinga, áður en ljóst var hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að setja lög á verkföll félaganna. Verkfall 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Það sem maður er hræddur um ef lög verða sett á verkfallið er að fólk leiti annarra leiða til að vinna við þetta fag, leiti annaðhvort til útlanda eða mennti sig jafnvel í einhverju öðru,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar fyrir heilbrigðisstéttir og heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur áréttar að sömu rök eigi við um þessar stéttir og viðhöfð hafi verið í verkfalli lækna, hvað varðar mikilvægi starfanna fyrir heilbrigðiskerfið og möguleika á störfum í útlöndum.Ólafur G. Skúlason„Þeir eru vel menntaðir og við erum vel menntuð. Sóst er eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum erlendis og það er skortur á hjúkrunarfræðingum, þannig að forsendur eru allar þær sömu í okkar geira og þeirra.“ Sama eigi svo við um geislafræðinga og aðra sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. „Það vantar milljón heilbrigðisstarfsmenn í Evrópu fyrir 2020, en þar eru undir læknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og allt saman.“ Vinna sé auðfundin utan landsteinanna. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvað slík lagasetning feli í sér, hvort gefinn verði frestur til að ná samningum, eða hvort kjaradeilum verði vísað beint í gerðardóm. „Það eru til nokkrar útfærslur á þessu og það sér maður náttúrlega ekki fyrr en frumvarp er komið fram.“Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM á Austurvelli í gær.Fréttablaðið/StefánNokkur hundruð félagsmenn aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga mættu á Austurvöll síðdegis í gær til að mótmæla þeirri stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum félaganna við ríkið og gangi þeirra til þessa. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, áréttar að þau séu tilbúin að setjast að samningaborðinu hvenær sem er. „En þá verða menn náttúrlega að vera tilbúnir að ræða það sem okkur liggur á hjarta, að menntun sé metin til launa og fjármagn aukið til stofnanasamninga,“ segir hann. Ríkissáttasemjari sleit samningafundi BHM og ríkisins seint á miðvikudagskvöld eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar á deilunni. Páll segir að viðræður hafi ekki verið miklar, en samninganefndin hafi borið tillögu ríkisins undir bakland félaganna, en það hafi ekki verið tilboð sem neinu hafi breytt í grundvallaratriðum. „Núna eru hótanir í lofti um lög, en ég ætla bara að vona að til þess komi ekki og takist að semja,“ segir Páll.Rætt var við Ólaf og Pál á Austurvelli í gær í mótmælastöðu BHM og hjúkrunarfræðinga, áður en ljóst var hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að setja lög á verkföll félaganna.
Verkfall 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira