Myndlist í Feneyjum Ósk Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun