Flóttafólkið yrði innikróað Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. júní 2015 08:00 Líbíska strandgæslan bjargaði í vetur 108 manns af þessum gúmmíbáti, sem var að sökkva skammt undan landi. nordicphotos/AFP Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári. Flóttamenn Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári.
Flóttamenn Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira