Að vera með í drápi en ekki líkn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun