Minni samkeppni í bankastarfsemi á Íslandi? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um minnkandi samkeppni á bankamarkaði. Ekki er langt síðan Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Þá yfirtöku bar brátt að, þannig að mögulegum öðrum kaupendum gafst ekki nægur tími til að leggja fram tilboð. Styttra er síðan fréttir bárust um að Afl sparisjóður hefði verið sameinaður Arion banka, en sparisjóðurinn hafði verið í söluferli. Nýlega bárust fréttir af því að Landsbankinn hyggst kaupa Sparisjóð Norðlendinga. Allar þessar fréttir bera með sér að stærri bankar eru að taka yfir minni fjármálastofnanir. Það er ekki gott fyrir samkeppni og neytendur. Færri leikendur á markaði þýðir enn meiri fákeppni og einsleitari markað. Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa fjölbreytt val. Með þessari þróun er verið að vinna gegn markmiðum samkeppnislaga og minnka val neytenda. Þetta mun án efa leiða til hærra verðs fyrir bankaþjónustu. Að auki óttast ég að þetta muni leiða til verri þjónustu við neytendur, en allir þessir sparisjóðir hafa sinnt bankaþjónustu í fámennari byggðum og verið þessum byggðum traustir bakhjarlar. Ekki er langt síðan Landsbankinn lagði niður útibú vítt og breytt um landið. Enn verri fréttir bárust um daginn þegar þingmaður Framsóknarflokksins lagðist gegn því á opinberum vettvangi að Íslandsbanki yrði seldur til erlendra aðila. Aðalrök hans voru þau að vont væri að selja erlendum aðilum bankann því þá þarf að greiða þeim arð í erlendum gjaldeyri. Þingmaðurinn horfir fram hjá því að svo virðist sem miklu meira fé fáist fyrir bankann ef hann verður seldur erlendum aðilum en innlendum. Að auki hefur íslenska bankakerfið verið lokað erlendum aðilum síðan Íslandsbanki fyrri var og hét á tímabilinu 1904-1930. Þessi skoðun þingmannsins er ekki íslenskum neytendum í hag sem tapa enn meira á því að hafa lokað bankakerfi. Samkeppni á bankamarkaði með erlendum banka er góð bæði fyrir neytendur og fyrirtækin í landinu. Það er reyndar með ólíkindum að heyra svona raddir um að loka ákveðnum geira fyrir fjárfestingu erlendra aðila árið 2015 þegar Ísland er aðili að EES-svæðinu sem beinlínis bannar hindranir af þessu tagi. Að auki eru mörg fyrirtæki sem starfa á Íslandi í eigu erlendra aðila, t.d. öll álverin. Að auki má benda á að á hverjum degi eru margir aðilar að reyna að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Málflutningur af þessu tagi hjálpar þeim aðilum ekki. Að ofan hef ég nefnt þrjú dæmi um ásetning stærri banka að draga úr samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Að auki hef ég nefnt skoðun þingmanns sem er á móti erlendri samkeppni á bankamarkaði. Hvorugt er gott fyrir neytendur. Ég vil hvetja samkeppnis- og fjármálayfirvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma veg fyrir þessar sameiningar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun