Verður stjörnubjart hjá Blikunum í sumar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2015 10:00 Blikar fagna hér marki í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Ernir Blikar voru aðeins nokkrum mínútum í uppbótartíma frá því að vinna toppslaginn við FH í Kaplakrika á mánudagskvöldið og komast um leið upp í toppsæti Pepsi-deildarinnar. FH-ingar jöfnuðu í lokin og héldu toppsætinu en Blikar eru enn taplausir eftir níu umferðir. Blikar fá samt örugglega stjörnur í augun þegar þeir skoða stöðu liðsins aðeins nánar. Eftir óvænt tap Blika á móti 1. deildarliði KA í framlengdum bikarleik í vikunni á undan er nefnilega mjög fróðlegt að bera saman Íslandsmeistaraævintýri Stjörnumanna í fyrra og byrjun Blika í sumar.Íslandsmeistaraár Stjörnunnar Stjörnumenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í fyrra eftir dramatíska titilbaráttu við FH fram á lokasekúndur Íslandsmótsins. FH-ingar eru á sama stað en að þessu sinni hefur mesta samkeppnin komið úr Kópavoginum en ekki Grafarvoginum. Stjörnuliðið var með sama stigafjölda og Blikar á sama tíma í fyrra og líkt og Stjörnumenn fyrir ári þá eru Blikar enn taplausir eftir fyrstu átta vikur sumarsins. Hér til hliðar smá sjá fullt af hlutum sem eru nákvæmlega eins hjá Stjörnunni 2014 og Breiðabliki 2015. Úrslitin í leik Blika bikarkeppninni eru kveikjan að þessum samanburði. Líkindin með örlögum þessara tveggja liða eru ótrúleg. Bæði liðin voru taplaus á tímabilinu þegar þau fengu 1. deildarlið í heimsókn. Stjarnan tók á móti Þrótti en Blikar fengu KA-menn í heimsókn á Kópavogsvöllinn. Lið Þróttar og KA voru ekki meðal efstu liða í sinni deild en bitu samt óvænt frá sér. Líkt og hjá Stjörnunni í fyrra þá var ekkert skorað í venjulegum leiktíma en eina mark leiksins skoruðu gestirnir úr b-deildinni á upphafsmínútum fyrri hálfleiks framlengingarinnar.Smitandi meistarataktar Meistarataktarnir voru það smitandi í Garðabænum í fyrra að bæði karla- og kvennaliðið vann Íslandsmeistaratitilinn. Svo gæti einnig farið nú enda eru Blikakonur eins og er með fjögurra stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna. Þjálfararnir eiga sér svipaða sögu fyrir utan að byrja mjög vel á sínu fyrsta ári með liðið. Rúnar Páll Sigmundsson er þannig uppalinn Stjörnumaður og lék langstærstan hluta ferils síns á Íslandi með uppeldisfélagi sínu í Garðabænum. Arnar Grétarsson er uppalinn Bliki og lék 96 prósent leikja sinna í efstu deild með æskufélagi sínu en auðvitað hefur Arnar mun meiri reynslu sem leikmaður eftir yfir áratuga dvöl í atvinnumennsku erlendis. Arnar er líka þremur árum eldri en Rúnar var þegar hann tók við Stjörnunni.Vísir/Andri Marinó Ekkert Evrópuævintýri Það er líka ljóst að Blikar munu ekki upplifa Evrópudrauma eins og Stjörnumenn gerðu í fyrra þar sem Breiðabliksliðið náði ekki að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á síðasta tímabili. Það var velgengni Stjörnunnar utan landsteinanna sem gerði tímamótaár Garðbæinga enn ævintýralegra en það verður ekkert aukaálag á Blikum út sumarið enda getur liðið einbeitt sér að Pepsi-deildinni í síðustu þrettán umferðunum. Það eiga enn eftir að fara fram 77 leikir í Pepsi-deildinni í sumar og því á margt eftir að breytast þar til síðasti leikurinn verður flautaður af laugardaginn 3. október. Blikar vinna heldur ekki Íslandsmeistaratitilinn vegna þess hversu vel þeir byrja mótið heldur dugar ekkert nema fyrsta flokks seinni hluti til að halda í við svart-hvítu risana úr Kaplakrika og Vesturbænum. Það er samt ekki hægt að líta fram hjá því að það er ótrúlega margt líkt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar 2014 og Breiðabliksliðinu 2015.Unnu síðast með Arnar í búningi Blikar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan fimm á morgun, sunnudag, en þá fara einnig fram leikir KR og Leiknis á Alvogen-vellinum í Vesturbænum, leikur Vals og ÍA á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda og leikur Fjölnis og FH á Fjölnisvellinum í Grafarvogi. Stjörnumenn töpuðu ekki stigi á móti Eyjamönnum í fyrrasumar en Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Blika, var í byrjunarliði Breiðabliksliðsins þegar Blikar fögnuðu síðast sigri á Hásteinsvellinum fyrir sex árum.Vísir/Andri Marinó Tilviljun eða fyrirboði?Stig eftir 9 umferðir Stjarnan 2014: 19 Breiðablik 2015: 19Sæti eftir 9 umferðir Stjarnan 2014: 2. sæti Breiðablik 2015: 2. sætiTöp eftir 9 leiki Stjarnan 2014: Ekkert Breiðablik 2015: EkkertBikarkeppnin: Stjarnan 2014: 0-1 tap fyrir 1. deildarliði Þróttar á heimavelli í framlengdum leik á heimavelli Breiðablik 2015: 0-1 tap fyrir 1. deildarliði KA á heimavelli í framlengdum leik á heimavelliOpinbera spáin fyrir mót Stjarnan 2014: 4. sæti Breiðablik 2015: 4. sætiLeikur við FH í fyrri umferðinni: Stjarnan 2014: Jafntefli Breiðablik 2015: JafntefliÞjálfarinn: Stjarnan 2014: Rúnar Páll Sigmundsson á sínu fyrsta ári Breiðablik 2015: Arnar Grétarsson á sínu fyrsta áriRætur þjálfarans: Stjarnan 2014: Uppalinn Stjörnumaður Breiðablik 2015: Uppalinn BlikiGengi kvennaliðsins á sama tíma Stjarnan 2014: Á toppnum Breiðablik 2015: Á toppnum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Blikar voru aðeins nokkrum mínútum í uppbótartíma frá því að vinna toppslaginn við FH í Kaplakrika á mánudagskvöldið og komast um leið upp í toppsæti Pepsi-deildarinnar. FH-ingar jöfnuðu í lokin og héldu toppsætinu en Blikar eru enn taplausir eftir níu umferðir. Blikar fá samt örugglega stjörnur í augun þegar þeir skoða stöðu liðsins aðeins nánar. Eftir óvænt tap Blika á móti 1. deildarliði KA í framlengdum bikarleik í vikunni á undan er nefnilega mjög fróðlegt að bera saman Íslandsmeistaraævintýri Stjörnumanna í fyrra og byrjun Blika í sumar.Íslandsmeistaraár Stjörnunnar Stjörnumenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í fyrra eftir dramatíska titilbaráttu við FH fram á lokasekúndur Íslandsmótsins. FH-ingar eru á sama stað en að þessu sinni hefur mesta samkeppnin komið úr Kópavoginum en ekki Grafarvoginum. Stjörnuliðið var með sama stigafjölda og Blikar á sama tíma í fyrra og líkt og Stjörnumenn fyrir ári þá eru Blikar enn taplausir eftir fyrstu átta vikur sumarsins. Hér til hliðar smá sjá fullt af hlutum sem eru nákvæmlega eins hjá Stjörnunni 2014 og Breiðabliki 2015. Úrslitin í leik Blika bikarkeppninni eru kveikjan að þessum samanburði. Líkindin með örlögum þessara tveggja liða eru ótrúleg. Bæði liðin voru taplaus á tímabilinu þegar þau fengu 1. deildarlið í heimsókn. Stjarnan tók á móti Þrótti en Blikar fengu KA-menn í heimsókn á Kópavogsvöllinn. Lið Þróttar og KA voru ekki meðal efstu liða í sinni deild en bitu samt óvænt frá sér. Líkt og hjá Stjörnunni í fyrra þá var ekkert skorað í venjulegum leiktíma en eina mark leiksins skoruðu gestirnir úr b-deildinni á upphafsmínútum fyrri hálfleiks framlengingarinnar.Smitandi meistarataktar Meistarataktarnir voru það smitandi í Garðabænum í fyrra að bæði karla- og kvennaliðið vann Íslandsmeistaratitilinn. Svo gæti einnig farið nú enda eru Blikakonur eins og er með fjögurra stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna. Þjálfararnir eiga sér svipaða sögu fyrir utan að byrja mjög vel á sínu fyrsta ári með liðið. Rúnar Páll Sigmundsson er þannig uppalinn Stjörnumaður og lék langstærstan hluta ferils síns á Íslandi með uppeldisfélagi sínu í Garðabænum. Arnar Grétarsson er uppalinn Bliki og lék 96 prósent leikja sinna í efstu deild með æskufélagi sínu en auðvitað hefur Arnar mun meiri reynslu sem leikmaður eftir yfir áratuga dvöl í atvinnumennsku erlendis. Arnar er líka þremur árum eldri en Rúnar var þegar hann tók við Stjörnunni.Vísir/Andri Marinó Ekkert Evrópuævintýri Það er líka ljóst að Blikar munu ekki upplifa Evrópudrauma eins og Stjörnumenn gerðu í fyrra þar sem Breiðabliksliðið náði ekki að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á síðasta tímabili. Það var velgengni Stjörnunnar utan landsteinanna sem gerði tímamótaár Garðbæinga enn ævintýralegra en það verður ekkert aukaálag á Blikum út sumarið enda getur liðið einbeitt sér að Pepsi-deildinni í síðustu þrettán umferðunum. Það eiga enn eftir að fara fram 77 leikir í Pepsi-deildinni í sumar og því á margt eftir að breytast þar til síðasti leikurinn verður flautaður af laugardaginn 3. október. Blikar vinna heldur ekki Íslandsmeistaratitilinn vegna þess hversu vel þeir byrja mótið heldur dugar ekkert nema fyrsta flokks seinni hluti til að halda í við svart-hvítu risana úr Kaplakrika og Vesturbænum. Það er samt ekki hægt að líta fram hjá því að það er ótrúlega margt líkt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar 2014 og Breiðabliksliðinu 2015.Unnu síðast með Arnar í búningi Blikar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan fimm á morgun, sunnudag, en þá fara einnig fram leikir KR og Leiknis á Alvogen-vellinum í Vesturbænum, leikur Vals og ÍA á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda og leikur Fjölnis og FH á Fjölnisvellinum í Grafarvogi. Stjörnumenn töpuðu ekki stigi á móti Eyjamönnum í fyrrasumar en Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Blika, var í byrjunarliði Breiðabliksliðsins þegar Blikar fögnuðu síðast sigri á Hásteinsvellinum fyrir sex árum.Vísir/Andri Marinó Tilviljun eða fyrirboði?Stig eftir 9 umferðir Stjarnan 2014: 19 Breiðablik 2015: 19Sæti eftir 9 umferðir Stjarnan 2014: 2. sæti Breiðablik 2015: 2. sætiTöp eftir 9 leiki Stjarnan 2014: Ekkert Breiðablik 2015: EkkertBikarkeppnin: Stjarnan 2014: 0-1 tap fyrir 1. deildarliði Þróttar á heimavelli í framlengdum leik á heimavelli Breiðablik 2015: 0-1 tap fyrir 1. deildarliði KA á heimavelli í framlengdum leik á heimavelliOpinbera spáin fyrir mót Stjarnan 2014: 4. sæti Breiðablik 2015: 4. sætiLeikur við FH í fyrri umferðinni: Stjarnan 2014: Jafntefli Breiðablik 2015: JafntefliÞjálfarinn: Stjarnan 2014: Rúnar Páll Sigmundsson á sínu fyrsta ári Breiðablik 2015: Arnar Grétarsson á sínu fyrsta áriRætur þjálfarans: Stjarnan 2014: Uppalinn Stjörnumaður Breiðablik 2015: Uppalinn BlikiGengi kvennaliðsins á sama tíma Stjarnan 2014: Á toppnum Breiðablik 2015: Á toppnum
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð