Hámörkuð nýting á markaðsfé Eva Magnúsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun