Betra að skera af sér hönd en samþykkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Yanis Varoufakis vill frekar skera af sér höndina en að samþykkja samninga sem innihalda ekki neyðaraðstoð. fréttablaðið/epa Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg að hann vildi frekar skera af sér höndina en að samþykkja samning við lánardrottna Grikkja, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem felur ekki í sér neyðarhjálp. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þau skilyrði að Grikkir samþykki umfangsmiklar breytingar í rekstri ríkisins áður en til nýrrar neyðaraðstoðar kemur. Kosið verður um þær breytingar sem lagðar eru til í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Varoufakis sagði enn fremur að hann myndi segja af sér ef Grikkir kysu að samþykkja skilmálana. „Við erum lýðræðissinnar. Við munum gera hvað sem í valdi okkar stendur til að ná samningum við lánardrottna okkar ef gríska þjóðin kýs að samþykkja,“ sagði Varoufakis. „Kannski þyrftum við að stokka upp í ríkisstjórn Grikklands ef til samþykktar kæmi. Sum okkar þyldu það einfaldlega ekki,“ bætti hann við. Varoufakis kvaðst samt fullviss um að gríska þjóðin kysi að styðja ríkisstjórnina og segja nei við kröfum lánardrottna Grikklands. Grikkland Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg að hann vildi frekar skera af sér höndina en að samþykkja samning við lánardrottna Grikkja, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem felur ekki í sér neyðarhjálp. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þau skilyrði að Grikkir samþykki umfangsmiklar breytingar í rekstri ríkisins áður en til nýrrar neyðaraðstoðar kemur. Kosið verður um þær breytingar sem lagðar eru til í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Varoufakis sagði enn fremur að hann myndi segja af sér ef Grikkir kysu að samþykkja skilmálana. „Við erum lýðræðissinnar. Við munum gera hvað sem í valdi okkar stendur til að ná samningum við lánardrottna okkar ef gríska þjóðin kýs að samþykkja,“ sagði Varoufakis. „Kannski þyrftum við að stokka upp í ríkisstjórn Grikklands ef til samþykktar kæmi. Sum okkar þyldu það einfaldlega ekki,“ bætti hann við. Varoufakis kvaðst samt fullviss um að gríska þjóðin kysi að styðja ríkisstjórnina og segja nei við kröfum lánardrottna Grikklands.
Grikkland Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira