Aldraðir fái sömu hækkun og launþegar Björgvin Guðmundsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 1. maí sl. fékk ófaglært verkafólk 27-31 þús. kr. kauphækkun á mánuði samkvæmt nýjum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Það eru þeir launalægstu á meðal verkafólks sem fengu þessa hækkun. Samkvæmt þessum samningum eiga laun að hækka í 300 þúsund kr. á þremur árum. Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá sömu hækkun á sínum lífeyri frá almannatryggingum.Lífeyrir hækki í 321 þúsund Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá 27-31 þúsund króna hækkun á lífeyri á mánuði frá TR frá 1. maí sl. og síðan á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og hjá verkafólki. Ég tel að vísu eðlilegra að lífeyrir hækki í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar. Það er meðaltalsneysla einhleypinga í dag. Eldri borgarar þurfa sömu upphæð. Hvers vegna tel ég að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk? Jú, vegna þess að í lögum stendur að taka eigi mið af launabreytingum við ákvörðun lífeyris og lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Áður stóð í lögunum að hækka ætti lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Þegar orðalaginu var breytt sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að nýja orðalagið væri hagstæðara öldruðum og öryrkjum. Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu tel ég að lífeyrisþegar eigi rétt á sömu kjarabótum og verkafólk nú.Stjórnvöld þverskallast við Það kemur ekki á óvart að stjórnvöld reyni að þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum þá hækkun lífeyris sem þessum aðilum ber. Eins og fram kom í síðustu grein minni í Fréttablaðinu um kjör aldraðra hafa stjórnvöld ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða lífeyrisþegum lögbundnar hækkanir. Stjórnvöld hafa þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum lögbundnar kjarabætur eða klipið duglega af þeim.Mannréttindabrot að sniðganga lífeyrisþega Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með það að láta aldraða og öryrkja ekki fá kjarabætur eins og launþega. Og það er mergurinn málsins. Ríkisstjórnin getur þverskallast við í þessu efni og tafið málið eitthvað en hún kemst ekki hjá því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja, þegar nálega allir launþegar landsins eru að fá kauphækkun. Það er hreint mannréttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Fjármálaráðherra hefur verið of fljótur á sér þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að aldraðir og öryrkjar fengju ekki hækkun lífeyris í kjölfar nýrra kjarasamninga.Alþingi taki í taumana Ef ríkisstjórnin leiðréttir ekki lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launabreytingar láglaunafólks verður Alþingi að taka í taumana, taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og ákveða að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launahækkanir verkafólks. Alþingi hefur valdið og þar er meirihluti fyrir þessari sjálfsögðu leiðréttingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
1. maí sl. fékk ófaglært verkafólk 27-31 þús. kr. kauphækkun á mánuði samkvæmt nýjum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Það eru þeir launalægstu á meðal verkafólks sem fengu þessa hækkun. Samkvæmt þessum samningum eiga laun að hækka í 300 þúsund kr. á þremur árum. Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá sömu hækkun á sínum lífeyri frá almannatryggingum.Lífeyrir hækki í 321 þúsund Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá 27-31 þúsund króna hækkun á lífeyri á mánuði frá TR frá 1. maí sl. og síðan á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og hjá verkafólki. Ég tel að vísu eðlilegra að lífeyrir hækki í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar. Það er meðaltalsneysla einhleypinga í dag. Eldri borgarar þurfa sömu upphæð. Hvers vegna tel ég að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk? Jú, vegna þess að í lögum stendur að taka eigi mið af launabreytingum við ákvörðun lífeyris og lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Áður stóð í lögunum að hækka ætti lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Þegar orðalaginu var breytt sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að nýja orðalagið væri hagstæðara öldruðum og öryrkjum. Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu tel ég að lífeyrisþegar eigi rétt á sömu kjarabótum og verkafólk nú.Stjórnvöld þverskallast við Það kemur ekki á óvart að stjórnvöld reyni að þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum þá hækkun lífeyris sem þessum aðilum ber. Eins og fram kom í síðustu grein minni í Fréttablaðinu um kjör aldraðra hafa stjórnvöld ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða lífeyrisþegum lögbundnar hækkanir. Stjórnvöld hafa þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum lögbundnar kjarabætur eða klipið duglega af þeim.Mannréttindabrot að sniðganga lífeyrisþega Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með það að láta aldraða og öryrkja ekki fá kjarabætur eins og launþega. Og það er mergurinn málsins. Ríkisstjórnin getur þverskallast við í þessu efni og tafið málið eitthvað en hún kemst ekki hjá því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja, þegar nálega allir launþegar landsins eru að fá kauphækkun. Það er hreint mannréttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Fjármálaráðherra hefur verið of fljótur á sér þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að aldraðir og öryrkjar fengju ekki hækkun lífeyris í kjölfar nýrra kjarasamninga.Alþingi taki í taumana Ef ríkisstjórnin leiðréttir ekki lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launabreytingar láglaunafólks verður Alþingi að taka í taumana, taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og ákveða að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launahækkanir verkafólks. Alþingi hefur valdið og þar er meirihluti fyrir þessari sjálfsögðu leiðréttingu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar