AGS segir Grikki þurfa mun meiri aðstoð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka í Þýskalandi lýstu yfir óánægju sinni með störf fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble í gær. nordicphotos/afp Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira