Lögbundna sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskóla Óskar Steinn Ómarsson skrifar 17. júlí 2015 12:30 Algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára er sjálfsvíg. Ekki bílslys, ekki krabbamein, heldur sjálfsvíg. Fjórir til sex ungir karlmenn svipta sig lífi ár hvert, en alls falla að meðaltali 35 Íslendingar fyrir eigin hendi árlega. Símtölum um sjálfsvíg í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur fjölgað um 42% milli ára. Ef um annars konar dauðsföll væri að ræða, svo sem af völdum kynsjúkdóms, væri talað um faraldur. Viðvörunarbjöllurnar eru líka byrjaðar að hringja í framhaldsskólum landsins. Á meðan brottfall fer almennt minnkandi hækkar hlutfall þeirra sem hætta í námi vegna andlegra veikinda. Á haustönn 2014 hættu 12 prósent vegna andlegrar vanlíðunar – upp um þrjú prósentustig frá því árið áður. Náms- og starfsráðgjafar upplifa aukið álag og segja að starf þeirra snúist í auknum mæli um að veita nemendum með erfið persónuleg vandamál þjónustu, sem betur ætti heima á sviði velferðarþjónustu. Við verðum að grípa til aðgerða strax. Í lögum um grunn- og framhaldsskóla er hvergi að finna nein ákvæði um aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu. Í dag er því eina raunverulega úrræðið að leita til dýrra sálfræðinga utan veggja skólans. Vegna mikils kostnaðar bíta margir á jaxlinn og veigra sér við því að leita aðstoðar. Rétturinn til gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins á að vera sjálfsagður og óskoraður. Um er að ræða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem getur skipt sköpum fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu. Lögbundin sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum getur bætt andlega heilsu ungmenna, dregið úr brottfalli og bjargað mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára er sjálfsvíg. Ekki bílslys, ekki krabbamein, heldur sjálfsvíg. Fjórir til sex ungir karlmenn svipta sig lífi ár hvert, en alls falla að meðaltali 35 Íslendingar fyrir eigin hendi árlega. Símtölum um sjálfsvíg í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur fjölgað um 42% milli ára. Ef um annars konar dauðsföll væri að ræða, svo sem af völdum kynsjúkdóms, væri talað um faraldur. Viðvörunarbjöllurnar eru líka byrjaðar að hringja í framhaldsskólum landsins. Á meðan brottfall fer almennt minnkandi hækkar hlutfall þeirra sem hætta í námi vegna andlegra veikinda. Á haustönn 2014 hættu 12 prósent vegna andlegrar vanlíðunar – upp um þrjú prósentustig frá því árið áður. Náms- og starfsráðgjafar upplifa aukið álag og segja að starf þeirra snúist í auknum mæli um að veita nemendum með erfið persónuleg vandamál þjónustu, sem betur ætti heima á sviði velferðarþjónustu. Við verðum að grípa til aðgerða strax. Í lögum um grunn- og framhaldsskóla er hvergi að finna nein ákvæði um aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu. Í dag er því eina raunverulega úrræðið að leita til dýrra sálfræðinga utan veggja skólans. Vegna mikils kostnaðar bíta margir á jaxlinn og veigra sér við því að leita aðstoðar. Rétturinn til gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins á að vera sjálfsagður og óskoraður. Um er að ræða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem getur skipt sköpum fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu. Lögbundin sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum getur bætt andlega heilsu ungmenna, dregið úr brottfalli og bjargað mannslífum.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar