Timeo Danaos… Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Við heyrum sögur af heilu grísku eyjunum þar sem allir þykjast vera blindir, og amma þeirra líka, og fá bætur samkvæmt því. Við heyrum sögur af fólki sem hættir að vinna um sextugt og jafnvel fyrr, og allir á eftirlaunum og síðan ekkjan eða ekkillinn og loks fjölskyldan öll, og amma þeirra líka. Og alltaf partí. Svo heyrum við aðrar sögur: af harðduglegum Þjóðverjum og útþrælkuðum Finnum þar sem enginn ann sér hvíldar – og amma þeirra ekki heldur því eftirlaunaaldurinn er svo hár – og til hvers? Jú, einhver þarf að borga partíið hjá Grikkjum. Hvað nú ef…? Gott og vel. Maður skilur það að ekki gengur til lengdar að reka ríkissjóð með stórkostlegum lántökum til að standa undir falskri velferð meðan skattheimtu er ábótavant og auðkýfingar stela öllu steini léttara og skjóta því undan til borga sem taka þýfi fagnandi – til dæmis London. En ímyndum okkur rétt sem snöggvast að Grikkir hefðu ráðist á Tyrki út af deilum um yfirráð yfir Kýpur (sem gæti reyndar ekki gerst á meðan Grikkir eru í ESB). Ímyndum okkur að þeir hefðu farið halloka og Tyrkir hrakið þá til baka og barist hafi verið af grimmd um helstu borgir Grikklands. Ímyndum okkur að allt væri í kaldakoli í Grikklandi út af þessu heimskulega frumhlaupi og landið þyrfti sárlega á enduruppbyggingu að halda. Hvernig yrði neyðarkalli Grikkja tekið af öðrum þjóðum? Kannski er þetta fáránlegur þankagangur en maður getur ekki varist þeirri hugsun að Grikkir hefðu mætt meiri skilningi og samúð innan vébanda ESB ef þeir hefðu eytt öllum þessum skrilljónum í stríðsrekstur, kaup á vígtólum, manndráp og eyðileggingu en í það sem þeir eru sagðir hafa gert: að auka lífsgæði sín. Neyðin væri á einhvern máta verðugri eftir stríð en eftir velferð. Það er eins og það sé ófyrirgefanlegt, að hafa tekið öll þessi lán til þess að lækka eftirlaunaaldur og hækka bætur og reyna að byggja upp vísi að velferðarsamfélagi. Með öðrum orðum: það er eins og verra þyki að nota ómælt fé til að láta fólk hafa það gott en að nota ómælt fé til að láta fólk hafa það skítt. Og helst drepa það.Fy rir utanaðkomandi mann lítur út fyrir að hjálp til Grikkja um þessar mundir sé einkum fólgin í því að peningar séu látnir renna úr einum banka í annan – kannski milli deilda í einum og sama bankanum. Grikkir þurfa hjálp við að ná peningum frá útrásarvíkingunum sínum sem létu greipar sópa um banka og komu þýfinu fyrir í London og Sviss; þeir þurfa stuðning við að halda gangandi stofnunum samfélagsins. Það er aðalatriðið – ekki aðdragandinn. En umfram allt þurfa þeir hagvöxt: Og hann verður ekki fenginn með niðurskurði eins og marg-afsönnuð skólaspeki hagfræðinnar boðar heldur með örvandi aðgerðum. Ekkert lýðræði hér! Það var furðulegt að horfa upp á atburðarásina kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna sem Tsipras forsætisráðherra efndi til. Í fyrstu fannst manni hann vera eins og verkalýðsforingi sem stillt er upp við vegg af viðsemjendum sínum og látinn ganga að afarkostum, en neitar og vísar tilboðinu til félagsmanna sinna í því skyni að sækja sér nýtt umboð til samninga, fá styrk af því lýðræðislega umboði. – Eruð þið með mér? Eruð þið á bak við mig? Gríska þjóðin hlýddi kallinu og fólk þyrptist á kjörstaði og Tsipras fékk yfirgnæfandi meirihluta. Og þjóðin hélt veislur og braut diska og dansaði við búsúkí því að hún hélt að þarna hefðu orðið vatnaskil og þjóðin loks tekið málin í sínar hendur. Tsipras kom sigri hrósandi að borðinu á ný en nú brá svo við að sigurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafði ekki veitt honum nýtt umboð, heldur þvert á móti. Sigurinn hafði rýrt umboð hans. Og nú var ekki leitað leiða til að semja á þann hátt að fremur gæti fallið í geð grískum kjósendum heldur þvert á móti, hertar skrúfurnar: í boði var verri samningur. Í boði var niðurlæging. Samkvæmt viðsemjendunum hafði hann drýgt höfuðsynd hins evrópska stjórnmálamanns: Hann hafði ráðfært sig við þjóðina. Hann hafði iðkað beint lýðræði en ekki látið atvinnumennina í faginu um þetta. Og eins og við vitum er fólkið bara fúskarar í því að taka ákvarðanir í málefnum sem varða það sjálft, líf þess og heill. Skilaboðin voru: Aldrei gera þetta aftur! „Timeo Danaos et dona ferentes“ kvað Virgill: Óttist Grikki og líka þegar þeir koma færandi hendi, og vísaði þar til Trójuhestsins. Góð og gild speki sem smáþjóðir eiga alltaf að muna í samskiptum við stórveldi: ekki síst alræðisríki eins og Kína, Sádi-Arabíu og Rússland. Og nú hafa Grikkir komist að því fullkeyptu. Og við erum ýmsu nær um það hvernig smáþjóð getur reitt af innan Evrópusambandsins, fari hún óvarlega. Enn höfum við að vísu ekki fengið að vita hvað aðild að sambandinu myndi þýða fyrir Íslendinga, því að það er ekki bara í Brussel sem mönnum er illa við þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka hér í ríkisstjórninni. Sjálfkrafa finnum við til með Grikkjum, smáþjóðinni sem má sæta afarkostum eftir að hafa í góðri trú tekið mikil lán, en kannski er nærtækara fyrir Íslendinga, þrátt fyrir allt, að líta til annarra Norðurlandaþjóða innan ESB þegar vegnir eru og metnir kostir og ókostir aðildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Við heyrum sögur af heilu grísku eyjunum þar sem allir þykjast vera blindir, og amma þeirra líka, og fá bætur samkvæmt því. Við heyrum sögur af fólki sem hættir að vinna um sextugt og jafnvel fyrr, og allir á eftirlaunum og síðan ekkjan eða ekkillinn og loks fjölskyldan öll, og amma þeirra líka. Og alltaf partí. Svo heyrum við aðrar sögur: af harðduglegum Þjóðverjum og útþrælkuðum Finnum þar sem enginn ann sér hvíldar – og amma þeirra ekki heldur því eftirlaunaaldurinn er svo hár – og til hvers? Jú, einhver þarf að borga partíið hjá Grikkjum. Hvað nú ef…? Gott og vel. Maður skilur það að ekki gengur til lengdar að reka ríkissjóð með stórkostlegum lántökum til að standa undir falskri velferð meðan skattheimtu er ábótavant og auðkýfingar stela öllu steini léttara og skjóta því undan til borga sem taka þýfi fagnandi – til dæmis London. En ímyndum okkur rétt sem snöggvast að Grikkir hefðu ráðist á Tyrki út af deilum um yfirráð yfir Kýpur (sem gæti reyndar ekki gerst á meðan Grikkir eru í ESB). Ímyndum okkur að þeir hefðu farið halloka og Tyrkir hrakið þá til baka og barist hafi verið af grimmd um helstu borgir Grikklands. Ímyndum okkur að allt væri í kaldakoli í Grikklandi út af þessu heimskulega frumhlaupi og landið þyrfti sárlega á enduruppbyggingu að halda. Hvernig yrði neyðarkalli Grikkja tekið af öðrum þjóðum? Kannski er þetta fáránlegur þankagangur en maður getur ekki varist þeirri hugsun að Grikkir hefðu mætt meiri skilningi og samúð innan vébanda ESB ef þeir hefðu eytt öllum þessum skrilljónum í stríðsrekstur, kaup á vígtólum, manndráp og eyðileggingu en í það sem þeir eru sagðir hafa gert: að auka lífsgæði sín. Neyðin væri á einhvern máta verðugri eftir stríð en eftir velferð. Það er eins og það sé ófyrirgefanlegt, að hafa tekið öll þessi lán til þess að lækka eftirlaunaaldur og hækka bætur og reyna að byggja upp vísi að velferðarsamfélagi. Með öðrum orðum: það er eins og verra þyki að nota ómælt fé til að láta fólk hafa það gott en að nota ómælt fé til að láta fólk hafa það skítt. Og helst drepa það.Fy rir utanaðkomandi mann lítur út fyrir að hjálp til Grikkja um þessar mundir sé einkum fólgin í því að peningar séu látnir renna úr einum banka í annan – kannski milli deilda í einum og sama bankanum. Grikkir þurfa hjálp við að ná peningum frá útrásarvíkingunum sínum sem létu greipar sópa um banka og komu þýfinu fyrir í London og Sviss; þeir þurfa stuðning við að halda gangandi stofnunum samfélagsins. Það er aðalatriðið – ekki aðdragandinn. En umfram allt þurfa þeir hagvöxt: Og hann verður ekki fenginn með niðurskurði eins og marg-afsönnuð skólaspeki hagfræðinnar boðar heldur með örvandi aðgerðum. Ekkert lýðræði hér! Það var furðulegt að horfa upp á atburðarásina kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna sem Tsipras forsætisráðherra efndi til. Í fyrstu fannst manni hann vera eins og verkalýðsforingi sem stillt er upp við vegg af viðsemjendum sínum og látinn ganga að afarkostum, en neitar og vísar tilboðinu til félagsmanna sinna í því skyni að sækja sér nýtt umboð til samninga, fá styrk af því lýðræðislega umboði. – Eruð þið með mér? Eruð þið á bak við mig? Gríska þjóðin hlýddi kallinu og fólk þyrptist á kjörstaði og Tsipras fékk yfirgnæfandi meirihluta. Og þjóðin hélt veislur og braut diska og dansaði við búsúkí því að hún hélt að þarna hefðu orðið vatnaskil og þjóðin loks tekið málin í sínar hendur. Tsipras kom sigri hrósandi að borðinu á ný en nú brá svo við að sigurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafði ekki veitt honum nýtt umboð, heldur þvert á móti. Sigurinn hafði rýrt umboð hans. Og nú var ekki leitað leiða til að semja á þann hátt að fremur gæti fallið í geð grískum kjósendum heldur þvert á móti, hertar skrúfurnar: í boði var verri samningur. Í boði var niðurlæging. Samkvæmt viðsemjendunum hafði hann drýgt höfuðsynd hins evrópska stjórnmálamanns: Hann hafði ráðfært sig við þjóðina. Hann hafði iðkað beint lýðræði en ekki látið atvinnumennina í faginu um þetta. Og eins og við vitum er fólkið bara fúskarar í því að taka ákvarðanir í málefnum sem varða það sjálft, líf þess og heill. Skilaboðin voru: Aldrei gera þetta aftur! „Timeo Danaos et dona ferentes“ kvað Virgill: Óttist Grikki og líka þegar þeir koma færandi hendi, og vísaði þar til Trójuhestsins. Góð og gild speki sem smáþjóðir eiga alltaf að muna í samskiptum við stórveldi: ekki síst alræðisríki eins og Kína, Sádi-Arabíu og Rússland. Og nú hafa Grikkir komist að því fullkeyptu. Og við erum ýmsu nær um það hvernig smáþjóð getur reitt af innan Evrópusambandsins, fari hún óvarlega. Enn höfum við að vísu ekki fengið að vita hvað aðild að sambandinu myndi þýða fyrir Íslendinga, því að það er ekki bara í Brussel sem mönnum er illa við þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka hér í ríkisstjórninni. Sjálfkrafa finnum við til með Grikkjum, smáþjóðinni sem má sæta afarkostum eftir að hafa í góðri trú tekið mikil lán, en kannski er nærtækara fyrir Íslendinga, þrátt fyrir allt, að líta til annarra Norðurlandaþjóða innan ESB þegar vegnir eru og metnir kostir og ókostir aðildar.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar