Vanvirki og kjarklausi yfirmaðurinn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Í síðustu grein í þessari þriggja greina röð var fjallað um hvað einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti. Í þessari grein verður skoðað nánar hvað einkennir yfirmann sem er vanvirkur þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Þessi yfirmaður er ekki endilega reiður eða hatursfullur eða uppfullur af minnimáttarkennd. Vel kann einnig að vera að hann láti sér annt um starfsfólk sitt. Það sem háir þessari týpu af yfirmanni er að hann hefur ekki færni eða getu til að taka á samskiptamálum sem upp koma. Stundum skortir hann einfaldlega kjark til að takast á við tilfinningaleg vandamál. Finni þeir sig í aðstæðum þar sem tilfinningar ráða ríkjum, fyllast þeir óöryggi, verða klaufalegir og vita ekki hvað á að segja eða gera. Sumum fallast hendur ef einhver í návist þeirra sýnir tilfinningaleg viðbrögð, t.d. brestur í grát eða brotnar saman. Þá er aðgerðaleysið stundum réttlætt með því að segja að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. „Svona yfirmanni“ kann jafnvel að finnast starfsmaðurinn sem kvartar vera með tómt vesen. Yfirmaður sem er lítill mannþekkjari og veikgeðja lætur oft undan þrýstingi. Sé á staðnum starfsmaður sem býr yfir óheilindum, hatri í garð annars (annarra) þá getur hann jafnvel náð að stjórna yfirmanni sem hér er lýst. Yfirmaðurinn verður þá eins konar leppur þessa starfsmanns og finnst þá auðveldara að leyfa honum að taka stjórnina. Sé kvartað yfir framkomu þessa starfsmanns þá hunsar yfirmaðurinn jafnvel kvörtunina. Með því að loka eyrunum er loku fyrir það skotið að málið verði skoðað og leitt til lykta. Þar með er yfirmaðurinn óbeint að styðja „gerandann“ og veita honum leyfi til að halda meintri háttsemi sinni áfram. Þannig getur það gerst að yfirmaðurinn sé óbeinn þátttakandi jafnvel í „einelti“ þar sem hann neitaði að taka málið til athugunar og setja það í viðeigandi ferli. Einelti í sinni víðustu mynd þrífst vel undir stjórn yfirmanns sem er vanvirkur: veikgeðja og atkvæðalítill þegar kemur að samskiptamálum.Skortir burði til að taka á málum Það er afar íþyngjandi þegar stjórnandi sem er slakur í samskiptum vermir yfirmannsstól stofnunar eða fyrirtækis árum saman. Jafnvel þótt stjórnandinn sjálfur hafi ekki gerst sekur um slæma framkomu gagnvart starfsmanni er líklegt að á vinnustaðnum þrífist alls kyns óværa þar sem yfirmanninn skortir burði til að taka á málum með viðeigandi hætti. Nái neikvæð menning að festa sig í sessi (vondur mórall) verður vinnustaðurinn smám saman eitraður. Mannaskipti eru þá oft tíð. Nýir starfsmenn, bjartsýnir og ferskir, eru kannski ráðnir til starfa. Þegar þeir finna að staðurinn er sýktur hverfa einhverjir þeirra á braut. Sumir neyðast e.t.v. til að vera um kyrrt þar sem ekki er endilega hlaupið að því að fá aðra vinnu. Þetta er sérstaklega erfitt ef um er að ræða sérhæft starfsfólk sem sinnir sérhæfðum störfum. Aðrir reyna að þrauka því að þeim hugnast ekki að láta vanhæfan stjórnanda og vondan móral hrekja sig á brott. Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um yfirmenn sem eru gerendur eineltis og yfirmenn sem eru vanvirkir þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Yfirmaður, hversu vanhæfur og slæmur sem hann er, veit auðvitað að hann þarf að eiga einhverja stuðningsmenn, svona „já-menn“. Yfirmaðurinn velur sér það fólk sem hann finnur og veit að hann getur stjórnað. Hann velur sér fólk sem ber helst óttablandna virðingu fyrir honum og þá sem honum finnst ekki ógna sér eða stöðu sinni á neinn hátt. Fylgismenn yfirmannsins kjósa e.t.v. að sjá hann í öðru og jákvæðara ljósi en hinir sem eru ekki „útvaldir“. Einhverjir sem eru í innsta hring gætu einnig verið búnir að meta stöðuna þannig að betra sé að vera þarna megin borðs og tryggja þannig að þeir verði ekki sjálfir skotmarkið. Með því að ganga í „rétta“ liðið verður lífið í vinnunni þolanlegra og óöryggið minna? Í þriðju og síðustu greininni í þessum greinaflokki verður fjallað um hvað einkennir góðan yfirmann og stjórnanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein í þessari þriggja greina röð var fjallað um hvað einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti. Í þessari grein verður skoðað nánar hvað einkennir yfirmann sem er vanvirkur þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Þessi yfirmaður er ekki endilega reiður eða hatursfullur eða uppfullur af minnimáttarkennd. Vel kann einnig að vera að hann láti sér annt um starfsfólk sitt. Það sem háir þessari týpu af yfirmanni er að hann hefur ekki færni eða getu til að taka á samskiptamálum sem upp koma. Stundum skortir hann einfaldlega kjark til að takast á við tilfinningaleg vandamál. Finni þeir sig í aðstæðum þar sem tilfinningar ráða ríkjum, fyllast þeir óöryggi, verða klaufalegir og vita ekki hvað á að segja eða gera. Sumum fallast hendur ef einhver í návist þeirra sýnir tilfinningaleg viðbrögð, t.d. brestur í grát eða brotnar saman. Þá er aðgerðaleysið stundum réttlætt með því að segja að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. „Svona yfirmanni“ kann jafnvel að finnast starfsmaðurinn sem kvartar vera með tómt vesen. Yfirmaður sem er lítill mannþekkjari og veikgeðja lætur oft undan þrýstingi. Sé á staðnum starfsmaður sem býr yfir óheilindum, hatri í garð annars (annarra) þá getur hann jafnvel náð að stjórna yfirmanni sem hér er lýst. Yfirmaðurinn verður þá eins konar leppur þessa starfsmanns og finnst þá auðveldara að leyfa honum að taka stjórnina. Sé kvartað yfir framkomu þessa starfsmanns þá hunsar yfirmaðurinn jafnvel kvörtunina. Með því að loka eyrunum er loku fyrir það skotið að málið verði skoðað og leitt til lykta. Þar með er yfirmaðurinn óbeint að styðja „gerandann“ og veita honum leyfi til að halda meintri háttsemi sinni áfram. Þannig getur það gerst að yfirmaðurinn sé óbeinn þátttakandi jafnvel í „einelti“ þar sem hann neitaði að taka málið til athugunar og setja það í viðeigandi ferli. Einelti í sinni víðustu mynd þrífst vel undir stjórn yfirmanns sem er vanvirkur: veikgeðja og atkvæðalítill þegar kemur að samskiptamálum.Skortir burði til að taka á málum Það er afar íþyngjandi þegar stjórnandi sem er slakur í samskiptum vermir yfirmannsstól stofnunar eða fyrirtækis árum saman. Jafnvel þótt stjórnandinn sjálfur hafi ekki gerst sekur um slæma framkomu gagnvart starfsmanni er líklegt að á vinnustaðnum þrífist alls kyns óværa þar sem yfirmanninn skortir burði til að taka á málum með viðeigandi hætti. Nái neikvæð menning að festa sig í sessi (vondur mórall) verður vinnustaðurinn smám saman eitraður. Mannaskipti eru þá oft tíð. Nýir starfsmenn, bjartsýnir og ferskir, eru kannski ráðnir til starfa. Þegar þeir finna að staðurinn er sýktur hverfa einhverjir þeirra á braut. Sumir neyðast e.t.v. til að vera um kyrrt þar sem ekki er endilega hlaupið að því að fá aðra vinnu. Þetta er sérstaklega erfitt ef um er að ræða sérhæft starfsfólk sem sinnir sérhæfðum störfum. Aðrir reyna að þrauka því að þeim hugnast ekki að láta vanhæfan stjórnanda og vondan móral hrekja sig á brott. Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um yfirmenn sem eru gerendur eineltis og yfirmenn sem eru vanvirkir þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Yfirmaður, hversu vanhæfur og slæmur sem hann er, veit auðvitað að hann þarf að eiga einhverja stuðningsmenn, svona „já-menn“. Yfirmaðurinn velur sér það fólk sem hann finnur og veit að hann getur stjórnað. Hann velur sér fólk sem ber helst óttablandna virðingu fyrir honum og þá sem honum finnst ekki ógna sér eða stöðu sinni á neinn hátt. Fylgismenn yfirmannsins kjósa e.t.v. að sjá hann í öðru og jákvæðara ljósi en hinir sem eru ekki „útvaldir“. Einhverjir sem eru í innsta hring gætu einnig verið búnir að meta stöðuna þannig að betra sé að vera þarna megin borðs og tryggja þannig að þeir verði ekki sjálfir skotmarkið. Með því að ganga í „rétta“ liðið verður lífið í vinnunni þolanlegra og óöryggið minna? Í þriðju og síðustu greininni í þessum greinaflokki verður fjallað um hvað einkennir góðan yfirmann og stjórnanda.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar