Útikamar við Gullfoss Stjórnarmaðurinn skrifar 22. júlí 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira