Útikamar við Gullfoss Stjórnarmaðurinn skrifar 22. júlí 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira