„Brúnu umslögin“ Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun