Hvað einkennir góðan yfirmann? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um vanhæfa yfirmenn á sviði samskiptamála og einnig yfirmenn sem leggja starfsmenn sína í einelti. Þann, sem misnotar vald sitt í yfirmannsstöðu, skortir án efa leiðtogahæfileika. Hann er heldur ekki alltaf heiðarlegur og réttsýnn. Hann baktalar jafnvel starfsfólk og leggur á ráðin baksviðs. Hann á það til að halda upplýsingum frá starfsfólki. Þessi yfirmaður lætur sér líðan starfsfólks oft í léttu rúmi liggja. Hann hefur sveiflukenndan stjórnunarstíl og er óútreiknanlegur í skapi. En hvað er það þá sem einkennir góðan yfirmann? Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu og að þeir hafi hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Sé yfirmaðurinn góður leiðtogi langar starfsfólk alla jafnan að leggja sig fram, sjálfs síns vegna og vinnustaðarins. Metnaður yfirmannsins ætti að smitast auðveldlega yfir til starfsmannanna, líði þeim vel í vinnunni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann heldur starfsfólkinu upplýstu um nauðsynleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Hann er næmur á líðan fólks og hugmyndaríkur þegar kemur að lausn ágreiningsmála. Góður yfirmaður veit að öll vandamál leysast ekki af sjálfu sér. Hann hefur þess vegna tiltæka viðbragðsáætlun og skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann ber heilsu og hag allra á staðnum fyrir brjósti sér. Yfirmaður sem hefur þessa þætti í heiðri er líklegur til að vera í heilbrigðu og jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Jákvæðum staðarbrag er m.a. viðhaldið með því að skapa vettvang fyrir umræðu og hvatningu. Ræða þarf um hvernig almenn starfsánægja sé í þágu allra. Umræðan ætti ekki að vera á neinn hátt háð því að kvörtun eða eineltismál sé í ferli. Stjórnendur vinnustaða hafa margar leiðir til að mynda og viðhalda góðum tengslum. Nefna má hið hefðbundna:StarfsmannaviðtölSkýrar starfslýsingarStarfsánægjukannanirReglulegir starfsmannafundir Það þarf ekki að kosta mikið fé að kanna líðan starfsfólks. Fáeinar spurningar geta gefið upplýsingar um staðarmenninguna og ríkjandi andrúmsloft. Helst er að marka svörin séu þau nafnlaus:Hvernig líður þér með yfirmanninn?Kostir og gallar yfirmannsins?Hvernig líður þér í vinnunni?Hvaða þætti ertu ánægð(ur) með á vinnustaðnum?Hvað er það helst sem þú myndir vilja að breyttist á vinnustaðnum? Öll erum við breysk og áður en ævinni lýkur má næstum fullyrða að einhvern tímann á lífsleiðinni sýnum við neikvæða hegðun og framkomu. Það er mikilvægt þegar talað er um neikvæða framkomu fólks að gera alltaf ráð fyrir að það sé að þroskast og læra nýja hluti og geti þar af leiðandi bætt sig á þessu sviði sem öðru. Það krefst vissulega innsæis að geta horft á sjálfan sig með gagnrýnum hætti og axlað ábyrgð á eigin hegðun. Yfirmenn, eins og allir aðrir verða að geta sett sig í spor starfsmanna sinna. Einnig er gott viðmið að spyrja sig hvernig maður vill að aðrir komi fram við sig. Sé þeim þetta gefið, geta þeir tekið meðvitaða ákvörðun um að breyta framkomu sinni, taka upp nýjan samskiptastíl, þar með talinn nýjan og bættan stjórnunarstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um vanhæfa yfirmenn á sviði samskiptamála og einnig yfirmenn sem leggja starfsmenn sína í einelti. Þann, sem misnotar vald sitt í yfirmannsstöðu, skortir án efa leiðtogahæfileika. Hann er heldur ekki alltaf heiðarlegur og réttsýnn. Hann baktalar jafnvel starfsfólk og leggur á ráðin baksviðs. Hann á það til að halda upplýsingum frá starfsfólki. Þessi yfirmaður lætur sér líðan starfsfólks oft í léttu rúmi liggja. Hann hefur sveiflukenndan stjórnunarstíl og er óútreiknanlegur í skapi. En hvað er það þá sem einkennir góðan yfirmann? Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu og að þeir hafi hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Sé yfirmaðurinn góður leiðtogi langar starfsfólk alla jafnan að leggja sig fram, sjálfs síns vegna og vinnustaðarins. Metnaður yfirmannsins ætti að smitast auðveldlega yfir til starfsmannanna, líði þeim vel í vinnunni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann heldur starfsfólkinu upplýstu um nauðsynleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Hann er næmur á líðan fólks og hugmyndaríkur þegar kemur að lausn ágreiningsmála. Góður yfirmaður veit að öll vandamál leysast ekki af sjálfu sér. Hann hefur þess vegna tiltæka viðbragðsáætlun og skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann ber heilsu og hag allra á staðnum fyrir brjósti sér. Yfirmaður sem hefur þessa þætti í heiðri er líklegur til að vera í heilbrigðu og jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Jákvæðum staðarbrag er m.a. viðhaldið með því að skapa vettvang fyrir umræðu og hvatningu. Ræða þarf um hvernig almenn starfsánægja sé í þágu allra. Umræðan ætti ekki að vera á neinn hátt háð því að kvörtun eða eineltismál sé í ferli. Stjórnendur vinnustaða hafa margar leiðir til að mynda og viðhalda góðum tengslum. Nefna má hið hefðbundna:StarfsmannaviðtölSkýrar starfslýsingarStarfsánægjukannanirReglulegir starfsmannafundir Það þarf ekki að kosta mikið fé að kanna líðan starfsfólks. Fáeinar spurningar geta gefið upplýsingar um staðarmenninguna og ríkjandi andrúmsloft. Helst er að marka svörin séu þau nafnlaus:Hvernig líður þér með yfirmanninn?Kostir og gallar yfirmannsins?Hvernig líður þér í vinnunni?Hvaða þætti ertu ánægð(ur) með á vinnustaðnum?Hvað er það helst sem þú myndir vilja að breyttist á vinnustaðnum? Öll erum við breysk og áður en ævinni lýkur má næstum fullyrða að einhvern tímann á lífsleiðinni sýnum við neikvæða hegðun og framkomu. Það er mikilvægt þegar talað er um neikvæða framkomu fólks að gera alltaf ráð fyrir að það sé að þroskast og læra nýja hluti og geti þar af leiðandi bætt sig á þessu sviði sem öðru. Það krefst vissulega innsæis að geta horft á sjálfan sig með gagnrýnum hætti og axlað ábyrgð á eigin hegðun. Yfirmenn, eins og allir aðrir verða að geta sett sig í spor starfsmanna sinna. Einnig er gott viðmið að spyrja sig hvernig maður vill að aðrir komi fram við sig. Sé þeim þetta gefið, geta þeir tekið meðvitaða ákvörðun um að breyta framkomu sinni, taka upp nýjan samskiptastíl, þar með talinn nýjan og bættan stjórnunarstíl.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun