Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 07:31 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi skrifaði grein sem birtist á Vísi þann 23. júlí s.l. þar sem hún segir að þétting megi ekki lengur vera sökudólgur fyrir misheppnað borgarskipulag. Nú eigi umræðan fremur að snúast um „gæði“. En þegar borgarskipulagið hefur verið keyrt áfram í rúman áratug undir slagorðinu „þétta, þétta, þétta" án tillits til andstöðu almennings, þá er ekki hægt að þvo hendur sínar af afleiðingunum með nýrri orðræðu, en hugmyndafræði Dóru varðandi þéttingu kom berlega í ljós í greininni "Hvers vegna skiptir þétting byggðar máli"? sem birtist á Vísi 4. nóvember 2020. Óraunsær samanburður við Kaupmannahöfn Í grein sinni frá því í sumar vísar Dóra til Kaupmannahafnar sem fyrirmynd um vel heppnaða þéttingu. Það er því miður hugsanaskekkja að ætla að beita sama skipulags sniðmáti á tveimur gjörólíkum borgum. Þéttleiki í Kaupmannahöfn er tífalt meiri en í Reykjavík um 4.400 íbúar á ferkílómetra á móti 450 hér. Ef við ættum að ná sama þéttleika þyrfti að bæta við um milljón manns við í Reykjavík. Slíkt er einfaldlega ekki gerlegt miðað við núverandi íbúafjölda hér á landi. Þar að auki hefur Kaupmannahöfn frá byrjun byggst upp þétt á flötu landi sem hefur boðið upp á hagkvæma uppbyggingu á lestarkerfi og hjólreiðastígum. Aðstæður sem ekki eiga sér hliðstæðu í borg sem er fámenn, dreifð, mishæðótt og með rysjótt veðurfar stóran hluta ársins. Þéttingarstefnan og afleiðingar hennar Meðan vinstri meirihlutinn gengur sífellt lengra hvað varðar þéttingarstefnuna að þá hafa neikvæðar afleiðingar hennar hrannast upp. Í fyrsta lagi hefur fasteignaverð snarhækkað og fer nú oft yfir eina milljón krónur á fermetra, í öðru lagi er vaxandi húsnæðisskortur sem bitnar mest á ungu fólki og lægri tekjuhópum, í þriðja lagi hafa innviðir sprungið en leikskólar og grunnskólar eru yfirfullir og að lokum þurfa borgarbúar að glíma við sífellt meiri skort á bílastæðum, sérstaklega eldri borgarar, barnafjölskyldur og fatlaðir, þar sem almenningssamgöngur eru einfaldlega ekki alltaf raunhæfur valkostur í þeirra daglega lífi. Áhyggjur sem margoft hafa komið fram, nú síðast í viðtali við Sigurð Ágúst Sigurðsson, formann Félags eldri borgara, á laugardaginn var. Sigurður lýsir áhyggjum sínum yfir þróuninni og talar um flótta eldri borgara frá höfuðborginni til nærliggjandi sveitarfélaga. Einnig nefnir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ, að áform borgarinnar um að takmarka byggingu bílastæðakjallara í nýjum fjölbýlishúsum muni bitna á fötluðu fólki. Þegar þunginn í gagnrýninni eykst þá bregst vinstri meirihlutinn við með því að breyta orðræðunni. Nú eru það „gæði uppbyggingar“ en ekki lengur þéttingin sjálf sem á að vera meginviðfangsefni. Slíkur orðhengilsháttur dregur athyglina frá rót vandans sem er ofursókn meirihlutans í þéttingu án raunverulegs samráðs við borgarbúa. Hverfi án lífsgæða? Hlíðarendahverfið er lýsandi dæmi um hverfi sem auglýst var sem lífsgæðahverfi en sú hefur ekki orðið raunin. Þar standa hús svo þétt að sól nær varla að skína á göturnar, næði íbúa er lítið vegna þrengslanna og nýjastu íbúðirnar eru nánast byggðar ofan í Miklubraut. Margir eldri borgarar eiga erfitt með að fá bílastæði næst inngöngum húsa sem gerir þeim torveldara að bera matarpokana heim eftir innkaup. Borgaryfirvöld láta núna ekki sitja við að skipuleggja ný hverfi án þess að standa við loforð um lífsgæði. Þau vilja núna líka taka lífsgæðin af eldri grónum vinsælum hverfum eins og Hlíðunum sem voru skipulögð á sínum tíma af fagmennsku. Reykjavíkurborg ætlar sér þvert á vilja íbúa að fækka bílastæðum í Drápuhlíð og í framhaldi í öðrum götum hverfisins, þrátt fyrir mikla andstöðu íbúa og gera þannig líf þeirra erfiðara. Meirihlutinn gleymir því að alvöru gæði felast ekki í fallegum hugmyndum á blaði heldur í að fólk geti lifað daglegu lífi á mannsæmandi hátt og að það hafi næði, birtu, aðgengi, fjölbreytni í húsnæðiskostum og greiðar samgöngur. Léleg nýting verslunarrýma Þéttingarblokkir með lítið verslunarrými á fyrstu hæð eiga að skapa „hverfisverslanir“. Í raun hefur þetta leitt til tómra rýma og hærra íbúðaverðs. Ný byggð við Snorrabraut og Hlíðarendahverfið sanna það. Fólk kýs að versla þar sem vöruúrval og verð henta venjulegu fjölskyldufólki og þar sem bílastæði eru til staðar. Að þvinga verslun inn í blokkir gengur gegn raunverulegum þörfum fólks auk þess sem það hækkar fasteignaverð að óþörfu. Skattheimta eða gæða borgarskipulag? Reykjavík er lítil og strjálbyggð borg og mun alltaf verða það í samanburði við stórborgir eins og Kaupmannahöfn. Að beita sömu uppskriftum og þar gengur einfaldlega ekki hér. Það er ekki mikil þörf á víðtækri þéttingu þegar nægt ódýrt byggingarland er til staðar, þó að í sumum tilvikum geti hún átt rétt á sér. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að þrýsta á þéttingu sem sjálfstætt markmið. Ekki vegna raunverulegrar þarfar heldur til að réttlæta Borgarlínu. Afleiðingin er sú að íbúðaverð hækkar og tekjur borgarinnar aukast í gegnum fasteignaskatta. Það vekur spurningar um hvort stefna sem kynnt er sem gæða borgarskipulag sé í raun dulbúin tekjuöflun. Ef við ætlum að byggja borg sem þjónar íbúum sínum, þá verðum við að opna ný svæði, tryggja traustar stofnbrautir eins og Sundabraut, fjárfesta og styðja við hefðbundnar íslenskar almenningssamgöngur og auka við og styrkja göngu- og hjólreiðastíga. Borgaryfirvöld þurfa að hlusta á hvað borgarbúar vilja, skipuleggja borgina út frá íslenskum aðstæðum sem grundvallast á raunverulegum lífsgæðum og þörfum borgarbúa fyrir hagkvæmt og fjölbreytt íbúðarhúsnæði og því að komast greiðlega um. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og situr í Umhverfis- og skipulagsráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi skrifaði grein sem birtist á Vísi þann 23. júlí s.l. þar sem hún segir að þétting megi ekki lengur vera sökudólgur fyrir misheppnað borgarskipulag. Nú eigi umræðan fremur að snúast um „gæði“. En þegar borgarskipulagið hefur verið keyrt áfram í rúman áratug undir slagorðinu „þétta, þétta, þétta" án tillits til andstöðu almennings, þá er ekki hægt að þvo hendur sínar af afleiðingunum með nýrri orðræðu, en hugmyndafræði Dóru varðandi þéttingu kom berlega í ljós í greininni "Hvers vegna skiptir þétting byggðar máli"? sem birtist á Vísi 4. nóvember 2020. Óraunsær samanburður við Kaupmannahöfn Í grein sinni frá því í sumar vísar Dóra til Kaupmannahafnar sem fyrirmynd um vel heppnaða þéttingu. Það er því miður hugsanaskekkja að ætla að beita sama skipulags sniðmáti á tveimur gjörólíkum borgum. Þéttleiki í Kaupmannahöfn er tífalt meiri en í Reykjavík um 4.400 íbúar á ferkílómetra á móti 450 hér. Ef við ættum að ná sama þéttleika þyrfti að bæta við um milljón manns við í Reykjavík. Slíkt er einfaldlega ekki gerlegt miðað við núverandi íbúafjölda hér á landi. Þar að auki hefur Kaupmannahöfn frá byrjun byggst upp þétt á flötu landi sem hefur boðið upp á hagkvæma uppbyggingu á lestarkerfi og hjólreiðastígum. Aðstæður sem ekki eiga sér hliðstæðu í borg sem er fámenn, dreifð, mishæðótt og með rysjótt veðurfar stóran hluta ársins. Þéttingarstefnan og afleiðingar hennar Meðan vinstri meirihlutinn gengur sífellt lengra hvað varðar þéttingarstefnuna að þá hafa neikvæðar afleiðingar hennar hrannast upp. Í fyrsta lagi hefur fasteignaverð snarhækkað og fer nú oft yfir eina milljón krónur á fermetra, í öðru lagi er vaxandi húsnæðisskortur sem bitnar mest á ungu fólki og lægri tekjuhópum, í þriðja lagi hafa innviðir sprungið en leikskólar og grunnskólar eru yfirfullir og að lokum þurfa borgarbúar að glíma við sífellt meiri skort á bílastæðum, sérstaklega eldri borgarar, barnafjölskyldur og fatlaðir, þar sem almenningssamgöngur eru einfaldlega ekki alltaf raunhæfur valkostur í þeirra daglega lífi. Áhyggjur sem margoft hafa komið fram, nú síðast í viðtali við Sigurð Ágúst Sigurðsson, formann Félags eldri borgara, á laugardaginn var. Sigurður lýsir áhyggjum sínum yfir þróuninni og talar um flótta eldri borgara frá höfuðborginni til nærliggjandi sveitarfélaga. Einnig nefnir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ, að áform borgarinnar um að takmarka byggingu bílastæðakjallara í nýjum fjölbýlishúsum muni bitna á fötluðu fólki. Þegar þunginn í gagnrýninni eykst þá bregst vinstri meirihlutinn við með því að breyta orðræðunni. Nú eru það „gæði uppbyggingar“ en ekki lengur þéttingin sjálf sem á að vera meginviðfangsefni. Slíkur orðhengilsháttur dregur athyglina frá rót vandans sem er ofursókn meirihlutans í þéttingu án raunverulegs samráðs við borgarbúa. Hverfi án lífsgæða? Hlíðarendahverfið er lýsandi dæmi um hverfi sem auglýst var sem lífsgæðahverfi en sú hefur ekki orðið raunin. Þar standa hús svo þétt að sól nær varla að skína á göturnar, næði íbúa er lítið vegna þrengslanna og nýjastu íbúðirnar eru nánast byggðar ofan í Miklubraut. Margir eldri borgarar eiga erfitt með að fá bílastæði næst inngöngum húsa sem gerir þeim torveldara að bera matarpokana heim eftir innkaup. Borgaryfirvöld láta núna ekki sitja við að skipuleggja ný hverfi án þess að standa við loforð um lífsgæði. Þau vilja núna líka taka lífsgæðin af eldri grónum vinsælum hverfum eins og Hlíðunum sem voru skipulögð á sínum tíma af fagmennsku. Reykjavíkurborg ætlar sér þvert á vilja íbúa að fækka bílastæðum í Drápuhlíð og í framhaldi í öðrum götum hverfisins, þrátt fyrir mikla andstöðu íbúa og gera þannig líf þeirra erfiðara. Meirihlutinn gleymir því að alvöru gæði felast ekki í fallegum hugmyndum á blaði heldur í að fólk geti lifað daglegu lífi á mannsæmandi hátt og að það hafi næði, birtu, aðgengi, fjölbreytni í húsnæðiskostum og greiðar samgöngur. Léleg nýting verslunarrýma Þéttingarblokkir með lítið verslunarrými á fyrstu hæð eiga að skapa „hverfisverslanir“. Í raun hefur þetta leitt til tómra rýma og hærra íbúðaverðs. Ný byggð við Snorrabraut og Hlíðarendahverfið sanna það. Fólk kýs að versla þar sem vöruúrval og verð henta venjulegu fjölskyldufólki og þar sem bílastæði eru til staðar. Að þvinga verslun inn í blokkir gengur gegn raunverulegum þörfum fólks auk þess sem það hækkar fasteignaverð að óþörfu. Skattheimta eða gæða borgarskipulag? Reykjavík er lítil og strjálbyggð borg og mun alltaf verða það í samanburði við stórborgir eins og Kaupmannahöfn. Að beita sömu uppskriftum og þar gengur einfaldlega ekki hér. Það er ekki mikil þörf á víðtækri þéttingu þegar nægt ódýrt byggingarland er til staðar, þó að í sumum tilvikum geti hún átt rétt á sér. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að þrýsta á þéttingu sem sjálfstætt markmið. Ekki vegna raunverulegrar þarfar heldur til að réttlæta Borgarlínu. Afleiðingin er sú að íbúðaverð hækkar og tekjur borgarinnar aukast í gegnum fasteignaskatta. Það vekur spurningar um hvort stefna sem kynnt er sem gæða borgarskipulag sé í raun dulbúin tekjuöflun. Ef við ætlum að byggja borg sem þjónar íbúum sínum, þá verðum við að opna ný svæði, tryggja traustar stofnbrautir eins og Sundabraut, fjárfesta og styðja við hefðbundnar íslenskar almenningssamgöngur og auka við og styrkja göngu- og hjólreiðastíga. Borgaryfirvöld þurfa að hlusta á hvað borgarbúar vilja, skipuleggja borgina út frá íslenskum aðstæðum sem grundvallast á raunverulegum lífsgæðum og þörfum borgarbúa fyrir hagkvæmt og fjölbreytt íbúðarhúsnæði og því að komast greiðlega um. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og situr í Umhverfis- og skipulagsráði
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun