Hinsegin hnökrar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 7. ágúst 2015 09:45 Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga.
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar