Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Mikil tvíhyggja þykir ríkja í íslensku samfélagi þegar kemur að orðanotkun. Margir eiga enn eftir að átta sig á því að kynvitund einskorðast ekki við það að vera karl eða kona. vísir/vilhelm „Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“ Hinsegin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
„Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“
Hinsegin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira