Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Hér má sjá brot af þeim hatursáróðri sem má finna á síðunni Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012. Hinsegin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012.
Hinsegin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira