Þak á leiguverð – hví ekki? Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Húsnæðismál eru eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið, þar sem byggingaiðnaður hrundi og margir misstu húsnæði sitt á sama tíma, eru æ fleiri sem eiga í erfiðleikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég hitti æ fleira fólk á öllum aldri sem lýsir erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði; ungt fólk sem ekki fær greiðslumat til fasteignakaupa en greiðir eigi að síður himinháa leigu, eldra fólk sem greiðir háan hluta launa sinna í leigu af örsmáu húsnæði og svo mætti lengi telja. Viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi hafa ekki verið sannfærandi. Svokölluð leiðrétting fasteignalána hefur engu breytt fyrir leigjendur sem eru þriðjungur heimila landsins. Beðið hefur verið eftir húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra en þau spil sem sýnt hefur verið á hafa valdið vonbrigðum og ekkert þessara mála hefur klárast. Staðreyndin er sú að leiguverð hefur hækkað mjög og öryggi leigjenda er lítið. Margir kjósa að leigja út til skemmri tíma fyrir hærra verð. Félagsleg úrræði á leigumarkaði duga ekki til og leigusalar hafa rúmar heimildir til að hækka leiguverð á leigjendur sína án nokkurs fyrirvara eins og nýleg dæmi frá Reykjanesbæ sýna. Lausnin getur ekki verið sú að ungt fólk búi lengur heima hjá pabba og mömmu og pabbi og mamma eru ekki heldur alltaf í aðstöðu til þess að hýsa heilu fjölskyldurnar. Það þarf alvöru úrræði. Nú í vor beindi ég fyrirspurn til ráðherra hvort ekki væri rétt að setja þak á leiguverð þannig að leigusölum sé leiguverð ekki í sjálfsvald sett. Slík lög hafa lengi verið í gildi í Svíþjóð og nú nýlega voru slíkar reglur settar í Berlín því að borgaryfirvöldum finnst mikilvægt að tryggja að borgin sé fyrir alla, ekki einungis elítuna. Fátt var um svör en ég hvet ráðherra og aðra sem koma að málum að skoða þessa hugmynd alvarlega. Þak yfir höfuð er hluti af grunnþörfum mannsins og þar hefur hið opinbera skyldum að gegna. Leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið, þar sem byggingaiðnaður hrundi og margir misstu húsnæði sitt á sama tíma, eru æ fleiri sem eiga í erfiðleikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég hitti æ fleira fólk á öllum aldri sem lýsir erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði; ungt fólk sem ekki fær greiðslumat til fasteignakaupa en greiðir eigi að síður himinháa leigu, eldra fólk sem greiðir háan hluta launa sinna í leigu af örsmáu húsnæði og svo mætti lengi telja. Viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi hafa ekki verið sannfærandi. Svokölluð leiðrétting fasteignalána hefur engu breytt fyrir leigjendur sem eru þriðjungur heimila landsins. Beðið hefur verið eftir húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra en þau spil sem sýnt hefur verið á hafa valdið vonbrigðum og ekkert þessara mála hefur klárast. Staðreyndin er sú að leiguverð hefur hækkað mjög og öryggi leigjenda er lítið. Margir kjósa að leigja út til skemmri tíma fyrir hærra verð. Félagsleg úrræði á leigumarkaði duga ekki til og leigusalar hafa rúmar heimildir til að hækka leiguverð á leigjendur sína án nokkurs fyrirvara eins og nýleg dæmi frá Reykjanesbæ sýna. Lausnin getur ekki verið sú að ungt fólk búi lengur heima hjá pabba og mömmu og pabbi og mamma eru ekki heldur alltaf í aðstöðu til þess að hýsa heilu fjölskyldurnar. Það þarf alvöru úrræði. Nú í vor beindi ég fyrirspurn til ráðherra hvort ekki væri rétt að setja þak á leiguverð þannig að leigusölum sé leiguverð ekki í sjálfsvald sett. Slík lög hafa lengi verið í gildi í Svíþjóð og nú nýlega voru slíkar reglur settar í Berlín því að borgaryfirvöldum finnst mikilvægt að tryggja að borgin sé fyrir alla, ekki einungis elítuna. Fátt var um svör en ég hvet ráðherra og aðra sem koma að málum að skoða þessa hugmynd alvarlega. Þak yfir höfuð er hluti af grunnþörfum mannsins og þar hefur hið opinbera skyldum að gegna. Leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar