Öll gagnrýni afþökkuð Árni Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sendir mér tóninn í grein í Fréttablaðinu 5. ágúst sl. undir titlinum „Fagleg umfjöllun óskast!“ og vísar til skrifa minna um æskulýðsmál í Hafnarfirði. Mér þykir leitt að bæjarfulltrúinn hafi ekki getað gert skrifin mín sér að góðu og velti fyrir mér hvort það geti ekki talist hluti þess vanda sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur komið sér í á vettvangi æskulýðsmála. Ekki endilega skrif í mín um æskulýðsmál, ekki síður algert samráðsleysi við fag- og fræðaumhverfið og þá aðila sem málið varðar. Vandi sem felst í grundvallarbreytingum sem voru þvingaðar í gegnum bæjarstjórn umræðulaust á sérstökum aukabæjarstjórnarfundi og komið til framkvæmda nánast sama dag með tilheyrandi uppsögnum o.fl. Fulltrúar þessara aðferða bregðast svo við opinberri umræðu með greinum eins og „Fagleg æskulýðsmál í Hafnarfirði“ og „Fagleg umræða óskast!“ Ómstrítt í meira lagi, svona svipað eins og Raggi Bjarna að spila pönk. Ferli þessa máls segir allt sem segja þarf. Annað er fúsk – hitt er fagmennska Bæjarfulltrúinn vísar til umdeildra skipulagsbreytinga í Reykjavík sem hann telur sambærilegar breytingum í Hafnarfirði, sem er rangt í öllum meginatriðum. Í Reykjavík var tekist á um hvort heildstætt og vel starfandi svið Íþrótta- og tómstundamála (ÍTR) ætti að hluta til eða að öllu leyti að falla undir annað stjórnsýslusvið eða halda áfram í sömu mynd. Umræðan snerist fyrst og fremst um vistun málaflokka og í þessu tilfelli var æskulýðshlutinn, þ.e. frístundaheimili, frístunda- og félagsmiðstöðvar, fluttur á nýtt svið, Skóla- og frístundasvið (SFS). Þessum hluta æskulýðsstarfseminnar er stýrt af skrifstofu frístundamála af fv. æskulýðsfulltrúa ÍTR sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra frítímamála og tekur sem slíkur bæði rekstrar- og faglega ábyrgð á málaflokknum. Í Hafnarfirði var skrifstofa íþróttamála í raun lögð niður og starfsemi skrifstofu æskulýðsmála (ÍTH), sem verið hafði undir félagsþjónustu, flutt í afar breyttri og smættaðri mynd undir forræði fræðslusviðs. Í Hafnarfirði eru einstakir skólastjórar gerðir ábyrgir fyrir starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila hver í sínum ranni. Öll sú þekking, menntun og reynsla, sem fyrir er, er að engu gerð – forræðið í formi rekstrarábyrgðar flutt til skólastjórnenda sem hafa enga þekkingu á þessu sviði. Niðurstaðan sú að forsendur starfsins hvíla algerlega á herðum óskyldra aðila þ.e. einstakra skólastjóra. Í annarri deild innan fræðslusviðsins, æskulýðs- og íþróttadeild, situr einhvers konar ráðgjafi, umboðslaus með öllu, án starfsmanna- og fjárforræðis, sem nefndur er „fagstjóri frístundastarfs“ eins og hér sé um að ræða einhverja einstaka kennslugrein í almennu skólastarfi eins og þetta starfsheiti gefur til kynna. Grundvallarmunur Á þessu tvennu er alger grundvallarmunur. Í tilfelli Reykjavíkurborgar voru tiltekin viðfangsefni flutt milli tiltekinna sviða án nokkurs afsláttar á fag- og fræðilegum vinnubrögðum og rekstrarlegum forsendum. Starfsemi heldur áfram og þróast í anda þeirrar fagmennsku sem viðhöfð er bæði hjá ÍTR og SFS. Í Hafnarfirði er forræði og ábyrgð á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimilanna færð undir forræði skólastjórnenda hvers á sínum stað sem enga sérþekkingu hafa á málaflokknum. Slíkar hugmyndir voru í hávegum hafðar af ýmsum skólamönnum fyrir margt löngu eða um 1970, fyrir tíma frístundaheimilanna, en voru slegnar út af borðinu af framsýnum mönnum eins og Markúsi Erni Antonssyni, dugmiklum þ.v. formanni Æskulýðsráðs Reykjavíkur (ÆR), frumherja og baráttumanni sem, ásamt öðrum slíkum, Hinriki Bjarnasyni, þ.v. framkvæmdastjóra ÆR, lagði drög að félagsmiðstöðvavæðingu Reykjavíkurborgar sem var mikið heillaspor fyrir reykvíska æsku og reyndar æskuna almennt í landinu þar sem frumkvæði borgarinnar hafði víða áhrif og varð framsæknum bæjarfélögum til eftirbreytni. Ef bæjarfulltrúinn greinir ekki muninn á þessu tvennu og telur skipan mála í Reykjavík sambærilega við Hafnarfjörð þá er sú vandræðalega staða sem uppi er í þessum málum í Hafnarfirði sjálfboðin og liggur í hlutarins eðli. Sýnir í reynd nauðsyn þess að vanda til verka, bæði hvað varðar innihald og málsmeðferð stjórnsýslubreytinga, sem í þessu tilfelli hefur verið algerlega óboðlegt ferli frá A-Ö. En áfram skal haldið, hvað sem tautar og raular, í nafni þokukenndra og algerlega órökstuddra frasa um bætta þjónustu, samráð o.fl. í þeim dúr, ef marka má skrif bæjarfulltrúans. Affarasælast væri hins vegar fyrir bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu skipulagsslysi þegar í stað og vinna þetta af virðingu og í samræmi við mikilvægi málaflokksins í samvinnu við þá sem málið varðar og af fagmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sendir mér tóninn í grein í Fréttablaðinu 5. ágúst sl. undir titlinum „Fagleg umfjöllun óskast!“ og vísar til skrifa minna um æskulýðsmál í Hafnarfirði. Mér þykir leitt að bæjarfulltrúinn hafi ekki getað gert skrifin mín sér að góðu og velti fyrir mér hvort það geti ekki talist hluti þess vanda sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur komið sér í á vettvangi æskulýðsmála. Ekki endilega skrif í mín um æskulýðsmál, ekki síður algert samráðsleysi við fag- og fræðaumhverfið og þá aðila sem málið varðar. Vandi sem felst í grundvallarbreytingum sem voru þvingaðar í gegnum bæjarstjórn umræðulaust á sérstökum aukabæjarstjórnarfundi og komið til framkvæmda nánast sama dag með tilheyrandi uppsögnum o.fl. Fulltrúar þessara aðferða bregðast svo við opinberri umræðu með greinum eins og „Fagleg æskulýðsmál í Hafnarfirði“ og „Fagleg umræða óskast!“ Ómstrítt í meira lagi, svona svipað eins og Raggi Bjarna að spila pönk. Ferli þessa máls segir allt sem segja þarf. Annað er fúsk – hitt er fagmennska Bæjarfulltrúinn vísar til umdeildra skipulagsbreytinga í Reykjavík sem hann telur sambærilegar breytingum í Hafnarfirði, sem er rangt í öllum meginatriðum. Í Reykjavík var tekist á um hvort heildstætt og vel starfandi svið Íþrótta- og tómstundamála (ÍTR) ætti að hluta til eða að öllu leyti að falla undir annað stjórnsýslusvið eða halda áfram í sömu mynd. Umræðan snerist fyrst og fremst um vistun málaflokka og í þessu tilfelli var æskulýðshlutinn, þ.e. frístundaheimili, frístunda- og félagsmiðstöðvar, fluttur á nýtt svið, Skóla- og frístundasvið (SFS). Þessum hluta æskulýðsstarfseminnar er stýrt af skrifstofu frístundamála af fv. æskulýðsfulltrúa ÍTR sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra frítímamála og tekur sem slíkur bæði rekstrar- og faglega ábyrgð á málaflokknum. Í Hafnarfirði var skrifstofa íþróttamála í raun lögð niður og starfsemi skrifstofu æskulýðsmála (ÍTH), sem verið hafði undir félagsþjónustu, flutt í afar breyttri og smættaðri mynd undir forræði fræðslusviðs. Í Hafnarfirði eru einstakir skólastjórar gerðir ábyrgir fyrir starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila hver í sínum ranni. Öll sú þekking, menntun og reynsla, sem fyrir er, er að engu gerð – forræðið í formi rekstrarábyrgðar flutt til skólastjórnenda sem hafa enga þekkingu á þessu sviði. Niðurstaðan sú að forsendur starfsins hvíla algerlega á herðum óskyldra aðila þ.e. einstakra skólastjóra. Í annarri deild innan fræðslusviðsins, æskulýðs- og íþróttadeild, situr einhvers konar ráðgjafi, umboðslaus með öllu, án starfsmanna- og fjárforræðis, sem nefndur er „fagstjóri frístundastarfs“ eins og hér sé um að ræða einhverja einstaka kennslugrein í almennu skólastarfi eins og þetta starfsheiti gefur til kynna. Grundvallarmunur Á þessu tvennu er alger grundvallarmunur. Í tilfelli Reykjavíkurborgar voru tiltekin viðfangsefni flutt milli tiltekinna sviða án nokkurs afsláttar á fag- og fræðilegum vinnubrögðum og rekstrarlegum forsendum. Starfsemi heldur áfram og þróast í anda þeirrar fagmennsku sem viðhöfð er bæði hjá ÍTR og SFS. Í Hafnarfirði er forræði og ábyrgð á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimilanna færð undir forræði skólastjórnenda hvers á sínum stað sem enga sérþekkingu hafa á málaflokknum. Slíkar hugmyndir voru í hávegum hafðar af ýmsum skólamönnum fyrir margt löngu eða um 1970, fyrir tíma frístundaheimilanna, en voru slegnar út af borðinu af framsýnum mönnum eins og Markúsi Erni Antonssyni, dugmiklum þ.v. formanni Æskulýðsráðs Reykjavíkur (ÆR), frumherja og baráttumanni sem, ásamt öðrum slíkum, Hinriki Bjarnasyni, þ.v. framkvæmdastjóra ÆR, lagði drög að félagsmiðstöðvavæðingu Reykjavíkurborgar sem var mikið heillaspor fyrir reykvíska æsku og reyndar æskuna almennt í landinu þar sem frumkvæði borgarinnar hafði víða áhrif og varð framsæknum bæjarfélögum til eftirbreytni. Ef bæjarfulltrúinn greinir ekki muninn á þessu tvennu og telur skipan mála í Reykjavík sambærilega við Hafnarfjörð þá er sú vandræðalega staða sem uppi er í þessum málum í Hafnarfirði sjálfboðin og liggur í hlutarins eðli. Sýnir í reynd nauðsyn þess að vanda til verka, bæði hvað varðar innihald og málsmeðferð stjórnsýslubreytinga, sem í þessu tilfelli hefur verið algerlega óboðlegt ferli frá A-Ö. En áfram skal haldið, hvað sem tautar og raular, í nafni þokukenndra og algerlega órökstuddra frasa um bætta þjónustu, samráð o.fl. í þeim dúr, ef marka má skrif bæjarfulltrúans. Affarasælast væri hins vegar fyrir bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu skipulagsslysi þegar í stað og vinna þetta af virðingu og í samræmi við mikilvægi málaflokksins í samvinnu við þá sem málið varðar og af fagmennsku.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar