Það sem ekki má segja Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar