Handbolti

Króatar hituðu upp fyrir Íslandsriðilinn með sigri á Slóvenum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Domagoj Duvnjak og félagar í króatíska landsliðinu fögnuðu sigri í kvöld.
Domagoj Duvnjak og félagar í króatíska landsliðinu fögnuðu sigri í kvöld. Vísir/Getty
Króatíska landsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Slóvenum, 31-30, í vináttulandsleik í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í Póllandi í næstu viku.

Króatar eru í riðli með Íslendingum á EM en mæta Hvít-Rússum í fyrsta leik sínum á föstudaginn. Ísland spilar sama dag við Norðmenn.

Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, eftir að staðan var 9-8 fyrir Slóvena eftir 18 mínútna leik.

Króatar voru skrefinu á undan í seinni hálfleiknum og juku síðan muninn upp í sex mörk áður en Slóvenar löguðu stöðuna í lokin með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins.

Domagoj Duvnjak, Manuel Strlek og Luka SebetiC voru markahæstir í króatíska liðinu með fimm mörk hver en þeir Gasper Marguc og Uros Zorman skoruðu báðir sex mörk fyrir slóvenska liðið.

Zeljko Babic er á leið með króatíska liðið á fyrsta stórmótið eftir að hann tók við af Slavko Goluza.

Luka Zvizej setti nýtt leikjamet hjá slóvenska landsliðinu í leiknum en hann lék þarna landsleik númer 213.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×